Júlían Meldon D´Arcy
Prófessor í enskum bókmenntum við Háskóla Íslands

Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 318, sími 525-4450,
netfang: jaydarcy@hi.is
Háskóli Íslands
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Veröld – hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
IS-107 Reykjavik
S: 525-4000
Júlían lauk doktorsnámi í skoskum bókmenntum frá Aberdeen-háskóla í Bretlandi árið 1991, meistaraprófi frá Lancaster-háskóla árið 1971, B.Ed.-prófi frá St. Martin’s College í Lancaster í Bretlandi 1972 og BA-gráðu í ensku máli og bókmenntum frá Lancaster-háskóla árið 1970.
Rannsóknasvið hans eru breskar og skoskar bókmenntir, sérstaklega skáldsagnagerð á 19. og 20. öld, og bandarískar og evrópskar íþróttabókmenntir.
Um þessar mundir vinnur Júlían að nýrri bók um amerískan fótbolta í bandarískum bókmenntum, auk þess sem hann er að þýða ýmis verk eftir Þórberg Þórðarson.