Kristín Guðrún Jónsdóttir
Prófessor í spænsku við Háskóla Íslands

Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, skrifstofa 308, sími 525-4958,
netfang: krjons@hi.is
Háskóli Íslands
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Veröld – hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
IS-107 Reykjavik
S: 525-4000
Kristín Guðrún Jónsdóttir lauk doktorsnámi í rómönsk-amerískum fræðum frá Arizona State University 2004. Hún lauk M.A. gráðu í spænskum og rómönsk-amerískum bókmenntum frá Madridardeild New York University í Madrid 1986 og B.A. gráðu í spænsku frá Universidad del Sagrado Corazón, Puerto Rico 1983. Áður stundaði hún nám í bókmenntum spænskumælandi landa við Universidad Nacional Autónoma, Mexíkóborg, Mexíkó 1981-1982 og í spænskum fræðum við Universidad Complutense, Madrid, Spáni 1979-1981.
Rannsóknasvið hennar eru bókmenntir og menning á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, alþýðudýrlingar Rómönsku-Ameríku, smásögur og örsögur frá Rómönsku-Ameríku og bókmenntir spænskumælandi eyja Karíbahafsins. Hún fæst einnig við þýðingar.