Sigrún Alba Sigurðardóttir

    Sigrún Alba Sigurðardóttir

    Sýningarstjóri

    Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, 3. hæð

    netfang: sigrunalba@hi.is

    Háskóli Íslands
    Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
    Veröld – hús Vigdísar
    Brynjólfsgötu 1
    IS-107 Reykjavik
    S: 525-4000

    Um mig

    Sigrún Alba Sigurðardóttir er sýningarstjóri við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Hún er jafnframt stundakennari í sagnfræði og listfræði við Háskóla Íslands, auk þess að leggja stund á doktorsnám í dönsku við Mála- og menningardeild. Doktorsverkefni Sigrúnar fjallar um tráma, tengsl og viðhorf til náttúrunnar í dönskum samtímabókmenntum og myndlist.

    Sigrún Alba var áður dósent og forseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Hún hefur einnig starfað sem sýningarstjóri á Íslandi og í Danmörku og meðal annars sett upp sýninguna Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár. Nýjusta sýning hennar, Flæðir að – flæðir frá í Hafnarborg fjallar um ströndina sem átakasvæði á tímum loftslagsbreytinga.

    Sigrún Alba er með cand.mag. próf í nútímamenningu og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla. Rannsóknarsvið hennar eru ljósmyndir, minnisrannsóknir, trámafræði og aðferðafræði söguritunar, samtímamyndlist og danskar samtímabókmenntir.

    Sigrún Alba hefur sent frá sér nokkrar bækur á sviði ljósmyndarannsókna og sagnfræði. Nýjasta bók hennar nefnist Snjóflygsur á næturhimni (2022) og fjallar um samspil ljósmynda, minninga og veruleika.

    X