Sofiya Zahova

  Sofiya Zahova

  Nýdoktor

  Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, 3. hæð

  netfang: zahova@hi.is

  Háskóli Íslands
  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
  Veröld – hús Vigdísar
  Brynjólfsgötu 1
  IS-107 Reykjavik
  S: 525-4000

  Um mig

  Sofiya Zahova er fyrsti nýdoktor Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

  Sofiya er með doktorspróf í þjóðfræði frá Búlgörsku vísindaakademíunni (2011) og MA-próf í menningarfræðum frá Háskólanum í Sofiu (2007). Hún er meðlimur í stjórn Gypsy Lore Society. Eftir Sofiyu liggja bækurnar “Montenegro after Yugoslavia: Dynamic of Identity” (2013 á búlgörsku, í enskri útgáfu 2017) og “History of Romani Literature” (2015). Einnig ritstýrði hún ásamt Milu Maevu greinasafnið “Ethnography of Migrations: The Bulgarian in the Mediterranean” (2014 á búlgörsku).

  Rannsóknarsvið Sofiyu eru tvíþætt. Annars vegar stundar hún rannsóknir á menningu, bókmenntum og sjálfsmynd Róma-fólks og hins vegar á sögu Suð-Austur Evrópu og þá sérstaklega á samfélögum og mótun sjálfsmyndar í löndum á Balkanskaganum sem og á fólksflutningum frá Suð-Austur Evrópu.

  X