Sofiya Zahova
Framkvæmdastjóri Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar

Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, 3. hæð
netfang: zahova@hi.is
Háskóli Íslands
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Veröld – hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
IS-107 Reykjavik
S: 525-5988
Sofiya Zahova er með doktorspróf í þjóðfræði frá Búlgörsku vísindaakademíunni. Hún er framkvæmdastjóri Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.
Rómafólk, minnihlutahópar og tungumálastefna í Evrópu, einkum Suðaustur-Evrópu, þjóðernishyggja og þjóðerni eru rannsóknarsvið Sofiyu. Um þessar mundir beinast rannsóknar hennar að bókmenntum Rómafólks í norrænu samhengi, sem hluti af alþjóðlegu rannsóknaráætluninni Romani language repertoires in an open world. Starf hennar í þágu alþjóðlegrar miðstöðvar tengist framlagi miðstöðvarinnar til Alþjóðlegs áratugs frumbyggjatungumála á vegum UNESCO , 2022-2032, auk þess sem hún stýrir verkefninu Roma in the Centre.
Verk Sofiyu hafa verið birt í ritrýndum safnritum og tímaritum. Hún er höfundur ritanna Yugoslavia after Montenegro: Dynamics of Identities (2013, á búlgörsku), History of Romani Literature with Multimedia on Romani Kids’ Publications (2014, á ensku), og Research on the Social Norms that Prevent Roma Girls from Access to Education (2016, á búlgörsku og ensku).