í Óflokkað

 

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi.

Dagskráin ber yfirskriftina „Þýðingar, tungumálakunnátta og heimsmynd okkar“ og fer fram á evrópska tungumáladaginn, mánudaginn 26. september nk. kl. 16-19, í Hátíðasal Háskóla Íslands (Aðalbyggingu).

Dagskrá:

  • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, setur málþingið.
  • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur: „Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar: Hlutverk og markmið.“
  • Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur: „Thor Vilhjálmsson og þýðingar hans.“

Kaffihlé

Háskólakórinn flytur lög undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar kórstjóra.

  • Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor emeritus: „Reikar dóttir sjómannsins enn um skóginn? Hugleiðingar um nám og kennslu í tungumálum í hálfa öld.“
  • Guðbergur Bergsson, rithöfundur og þýðandi: „Hvað þýðir það að þýða?“

Fundarstjóri er Petrína Rós Karlsdóttir, formaður STÍL.

Tungumálakennarar og annað áhugafólk um tungumál og menningu er hvatt til að mæta.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
www.vigdis.hi.is/

Aðrar fréttir
X