í Fréttir, News, VIMIUC

Miðstöð íslenskra bókmennta afgreiddi nýlega umsóknir um þýðingastyrki fyrir árið 2019 og veitti verkefnum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum tvo styrki:

Þýðingastyrk að upphæð kr. 350.000 vegna verksins Sögur Belkíns eftir Aleksander Púshkín í þýðingu Rebekku Þráinsdóttur.

Þýðingastyrk að upphæð kr. 400.000 vegna verksins El matrimonio de los peces rojos eftir Guadalupe Nettel í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur.

Miðstöð íslenskra bókmennta fær bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Aðrar fréttir
X