í Óflokkað

Nemendur námskeiðsins Tungumál og leiklist settu á dögunum upp sýninguna “Hvað er málið?”, í Veröld – húsi Vigdísar. Fluttar voru valdar senur úr verki Samuel Beckett, Beðið eftir Godot, á hinum ýmsu tungumálum.Útkoman var frábær og fullur salur gesta mætti til að sjá afrakstur mikillar vinnu og stífra æfinga leikhópsins. 

Kennari námskeiðsins og leikstjóri sýningarinnar var Ásta Ingibjartsdóttir aðjunkt við Mála- og menningardeild. Nemendur og flytjendur voru:  Aðalheiður K. Jensdóttir, Barbara Meyer, Benedikt Lafleur Sigurðsson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Dagbjört Katrín Jónsdóttir, Haukur Baldursson, Íris Árnadóttir, Marta Þórðardóttir, Ólöf Brynja Aradóttir, Sunna Dagsdóttir, Vasilisa Isabel Hunton, Vita Volodymyrivna S. Lafleur og Þorbjörn Steingrímsson.

Skráning í grunnnám í Mála- og menningardeild stendur yfir til 5. júní og hægt er að kynna sér námsframboð betur hér

 

 

Aðrar fréttir
X