í Óflokkað

Alan Macniven, dósent í sænsku, og Guy Puzey, lektor í norsku, báðir við Edinborgarháskóla, halda fyrirlestra á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur þriðjudaginn 16. febrúar.

Alan Macniven fjallar í erindi sínu um staðanöfn frá víkingatímanum á eynni Islay í Suðureyjum. Guy Puzey tekur til umfjöllunar félagslega og pólitíska merkingu staðanafna og tekur dæmi um málstefnur og landtáknfræðilegar birtingarmyndir þeirra (e. geosemiotics) á nokkrum stöðum í heiminum.

Fyrirlestrarnir fara fram þriðjudaginn 16. febrúar kl. 16-17.15 í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands og verða fluttir á ensku. Allir eru velkomnir.
 

Guy Puzey, lektor í norsku við Edinborgarháskóla.

Aðrar fréttir
X