í Óflokkað

Í opinberri heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, til Danmerkur 24. janúar sl., sæmdi Margrét Danadrottning Auði Hauksdóttur, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, riddarakross Dannebrog-orðunnar af fyrstu gráðu. Þetta var gert að frumkvæði forseta Íslands og venja að veita slíkar heiðursorður í tilefni af opinberum heimsóknum þjóðhöfðingja. Endanleg ákvörðun um það hverjir hlutu orðu var hins vegar í höndum Margrétar Danadrottningar og kom tillagan frá henni. Dannebrog-orðan af fyrstu gráðu er á meðal æðstu stiga orðuveitinga Danadrottningar þannig að um er að ræða mikla viðurkenningu.

Auk Auðar hlutu orðuna af fyrstu gráðu Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Ólafur Elíasson myndlistarmaður og Ragna Þórhallsdóttir deildarstjóri Forsetaembættisins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Auður Hauksdóttir hlýtur viðurkenningu Danadrottningar, því árið 2007 veitti drottningin henni, að eigin frumkvæði, riddarakross Dannebrog-orðunnar. Auður er því tvöfaldur riddari ef svo má segja.

Við hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur óskum Auði innilega til hamingju!

Aðrar fréttir
X