UNESCO ráðstefna í tilefni Alþjóðlega móðurmálsdagsins

Alþjóðlegi móðurmálsdagur UNESCO er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 21. febrúar ár hvert. Hugmyndin að deginum fæddist í Bangladesh þar sem honum var fagnað í fyrsta skipti árið 2000, en með honum er undirstrikað mikilvægi tungumála- og menningarlegrar fjölbreytni og um leið friðar, virðingar og umburðarlyndis.

Notkun tækni í tungumálanámi er þema Alþjóðlega móðurmálsdagsins í ár og í tilefni hans stendur UNESCO fyrir alþjóðlegri vefráðstefnu. Á ráðstefnunni verður meðal annars rætt um fjöltyngi í kennslu og námi, hlutverk kennara og tækifæri til nýta tækni til að styðja við fjöltyngda kennslu og nám. 

Hér er hægt að fylgjast með ráðstefnu UNESCO í tilefni Alþjóðlega móðurmálsdagsins 2022 hér: https://youtu.be/1mERil9mH_I

Vefsíða ráðstefnunnar: https://events.unesco.org/event?id=2813562716&lang=1033