í Óflokkað

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur, stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir útgáfuhófi í Bókabúð Máls og menningar föstudaginn 25. nóvember.

Ásdís R. Magnúsdóttir setti viðburðinn f.h. ritnefndar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Kristín Guðrún Jónsdóttir þýðandi kynnti bókina. Jón Thoroddsen las úr einni smásögunni og félagar úr hljómsveitinni Quinto Sol léku nokkur lög. Þá áritaði Kristín Guðrún bókina.

Félag Mexíkana á Íslandi hafði skreytt bókabúðina með munum og pappírsúrklippum frá Mexíkó.

Viðburðurinn var skipulagður í samvinnu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Háskólaútgáfunnar og Bókabúðar Máls og menningar.

Hér má sjá myndir sem teknar voru við þetta tækifæri.

Aðrar fréttir
X