1. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu 2018 – 600.000 kr.
2. Milli mála – tímarit um tungumál og menningu 2019 – 600.000 kr.
3. Raddir Rómafólks – Sögur sígauna – 600.000 kr.
Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið starfræktur frá árinu 2003 og er markmið hans að stuðla að vexti og viðgangi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið formaður stjórnar sjóðsins frá upphafi, en auk hennar sitja í stjórninni:
• Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
• Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
• Steinþór Pálsson bankastjóri
• Vésteinn Ólason prófessor emeritus
Varamenn eru þau Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur og Sigurður Helgason, fv. forstjóri.
Nánari upplýsingar um sjóðinn og fyrri úthlutanir má finna hér.