Vefnámskeið í finnlandssænsku fyrir starfsfólk bókasafna

Icelandic Online er samstarfsverkefni Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Um er að ræða vefnámskeið í íslensku sem öðru máli sem ætluð eru til sjálfsnáms og öllum opin án endurgjalds.

Samvinna við Helsinkiháskóla í Finnlandi hófst árið 2016 og í gegnum það voru opnuð tvö vefnámskeið í finnlandssænsku, Finland Swedish Online, sem byggjast á hugmyndafræði Icelandic Online og nýta sér vefstjórnunarkerfi þess.

Aðstandendur finnlandssænsku námskeiðanna fyrirhuga nú gerð nýs námskeiðs sem sérsniðið verður fyrir starfsfólk bókasafna í Finnlandi og hefst vinna við það á þessu ári. Lesa má tilkynningu frá Finnlandi um verkefnið hér, þar sem fram kemur að með þessu framtaki sé vonast til að hægt sé að bæta þjónustu finnskra bókasafna við sænskumælandi íbúa landsins. 

Mynd: https://www.sfv.fi/