í Óflokkað

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stóðu fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um fjöltyngi og tungumálanám og kennslu unga barna dagana 13.-15. júní 2018 í Veröld, húsi Vigdísar. Yfirskrift ráðstefnunnar var Early Language Learning: Multiple Perspectives.

Á annað hundrað þátttakendur víðsvegar að úr heiminum kynntu sér það sem efst er á baugi í kennslu og rannsóknum á sviði fjölmenningar og tungumálanámi barna. Eliza Reid, forsetafrú Íslands, flutti ávarp við setningu ráðstefnunnar og í kjölfarið voru flutt yfir hundrað erindi um fjölbreytt efni í þrjátíu málstofum auk þess sem veggspjöld voru til sýnis og þau kynnt gestum í hádegishléi. 

Mikil ánægja var meðal þátttakenda jafnt sem aðstandenda með ráðstefnuna, sem var í alla staði mjög vel heppnuð.

  

  

Myndir: Kristinn Ingvarsson og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

 

Aðrar fréttir
X