í Óflokkað

Veröld – hús Vigdísar fékk veglega gjöf frá kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í gær, á kvenréttindadaginn 19. júní og 50 ára afmæli Hallveigarstaða. 

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, veittu gjöfinni viðtöku í afmælisveislunni á Hallveigarstöðum síðdegis í gær. Þær tóku báðar til máls og þökkuðu fyrir þann vinarhug sem gjöfinni fylgir. 

Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands og formaður húsnefndar Hallveigarstaða, ávarpaði fundinn. Það gerði einnig Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ragnheiður Gröndal söng við afmælishátíðina. Rúmlega tvö hundruð manns, langmest konur, komu á afmælishátíðina. 

 

Aðrar fréttir
X