
Veröld – hús Vigdísar
Veröld – hús Vigdísar er nýjasta bygging Háskóla Íslands. Innan hennar starfa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar. Auk þess fer fram í húsinu meginhluti allrar starfsemi Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands.
Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, og Vigdís Finnbogadóttur opnuðu bygginguna við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017.
Með byggingunni er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum búin viðeigandi umgjörð og vettvangur til að örva áhuga fólks á tungumálum og menningu.
SVF
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum
Vigdísarstofnun
Alþjóðleg miðstöð tungumála
og menningar
IDIL 2022 – 2032
Alþjóðlegur áratugur frumbyggjatungumála