UM VERÖLD

Veröld – hús Vigdísar er nýjasta bygging Háskóla Íslands. Innan hennar starfa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar. Auk þess fer fram í húsinu meginhluti allrar starfsemi Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands.

Með byggingunni er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum búin viðeigandi umgjörð og vettvangur til að örva áhuga fólks á tungumálum og menningu.

Allar upplýsingar um opnunartíma Veraldar og annarra bygginga Háskóla Íslands eru hér.

Vinningstillögu að hönnun hússins áttu arkitektarnir Kristján Garðarsson, Haraldur Örn Jónsson, Gunnlaugur Magnússon og Hjörtur Hannesson, sem starfa undir merkjum arkitektastofunnar Andrúms.

Fyrsta skóflustungan að Veröld – húsi Vigdísar var tekin á alþjóðadegi kvenna hinn 8. mars 2015 og verklok urðu tveimur árum seinna, í mars 2017. Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, og Vigdís Finnbogadóttur opnuðu bygginguna við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017.

Veröld – Hús Vigdísar

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191
Kt. 600169-2039
Hér erum við!

Opnunartímar

Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00

X