29ág16:4529okt17:00Vistabönd(ágúst 29) 16:45 - (október 29) 17:00 Veröld hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1 Skipuleggjandi: Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Mynd: Brot úr verkinu Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur

 

Sýningin Vistabönd opnaði í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 29. ágúst kl. 16:45, og stendur til 29. október. Þátttakendur eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld, Karlotta Blöndal myndlistarmaður, Unnar Örn myndlistarmaður, Olivia Plender myndlistarmaður, Kristín Ómarsdóttir rithöfundur og Ragnar Kjartansson myndlistarmaður.

Listamennirnir eiga það sameiginlegt að tengjast Banff listamiðstöðinni í Alberta í Kanada. Þar hafa þau dvalið í vinnustofum eða verk þeirra verið flutt. Sýningin er sett upp í tengslum við ráðstefnuna Vistaskipti sem fór fram í Háskóla Íslands í samvinnu við Manitóbaháskóla 29. til 30. ágúst.

Þó verkin á sýningunni endurspegli ólík viðfangsefni listamannanna má finna þar sterk tengsl manns og náttúru. Ólíkir staðhættir verða uppspretta fyrir list sem finnur sér stað í fjölbreyttum miðlum en á sýningunni eru myndir, texti og tónverk.

Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-17.

 

Anna Þorvaldsdótttir, f. 1977, býr og starfar í London.

Í verkum Önnu er hljóðheimurinn oft víðfeðmur og gjarnan innblásinn af framvindu og hlutföllum í náttúru og landslagi. Verkið Metacosmos er innblásið af náttúrulegu jafnvægi fegurðar og óreiðu, hvernig sannfærandi heild getur myndast úr því sem virðist við fyrstu sýn sundurleitt og óreiðukennt. Kveikjan að verkinu er eins konar myndhverfing, þar sem hugmyndin um að falla í svarthol – hið ókunna – liggur til grundvallar með óteljandi samsetningum andstæðra afla sem tengjast og eiga í samskiptum sín á milli, víkka út og dragast saman. Þessir ólíku þættir takast á og togast á úr öllum áttum, og smám saman áttar hlustandinn sig á að hann sogast inn í eðliskraft sem hann hefur enga stjórn á. Verkið var pantað af New York Philharmonic Orchestra og frumflutt undir stjórn Esa-Pekka Salonen í apríl 2018. Berlin Philharmonic frumflutti síðan verkið í Evrópu í janúar 2019 undir stjórn Alan Gilbert og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar í janúar 2019. Við tóku svo San Francisco Symphony, Gothenburg Symphony Orchestra, Winnipeg Symphony Orchestra og Helsinki Philharmonic en verkið er á dagskrá fleiri hljómsveita á næstu árum.

Nánari upplýsingar:  https://www.annathorvalds.com

 

Karlotta Blöndal, f. 1973, býr og starfar í Reykjavík.

Ofið er kynning á rannsóknartengdri vinnustofudvöl í Banff Art Centre, 2018. Verkefnið er heimildaöflun og tilraun í efni út frá nærumhverfinu og leið til að brúa bil tveggja staða, þvert á tíma, með aðferðum myndlistar.

Upphafspunktur verkefnisins er mynd í raunstærð af skjólu sem Fjalla-Eyvindur bjó til og er til sýnis á Þjóðminjasafninu.

Nánari upplýsingar:  https://karlottablondal.net

 

Kristín Ómarsdóttir, f. 1962  hefur gefið út ljóð, skáldsögur og leikrit. Verk Kristínar hafa verið gefin út eða sýnd á Íslandi og erlendis. Kristín hefur einnig tekið þátt í myndlistarsýningum og unnið í samstarfi við myndlistarfólk.

Svanafólkið eru vatnslitir á pappír unnin 2018 – 2019

Verkin eru gerð á meðan skáldsagan Svanafólkið er skrifuð. Enginn veit hvort kom á undan, hænan, eggið, teikningin, textinn, en persónurnar kynntu sig til sögunar á sunnudegi um hávetur, alveg örugglega undir áhrifum frá Dimmalimm eftir Mugg, Guðmund Thorsteinsson (1891-1924). Myndirnar urðu til á tímabilinu 2018 til 2019. Sagan kemur út á bók á næstu misserum.

Nánari upplýsingar:  https://bokmenntaborgin.is/bokmenntavefur/hofundar/kristin-omarsdottir

 

Ragnar Kjartansson, íslenskur myndlistarmaður f. 1976, býr og starfar í Reykjavík.

Af lendum heimshryggðarinnar í Bresku Kólumbíu (From the Valley of World-Weariness in British Columbia) eru vatnslitamyndir sem Ragnar málaði þegar hann dvaldi við vinnu og sýningarhald í  Banff-listamiðstöðinni í Alberta. „Upphaflega ætlaði ég aðeins að sýna myndbandsverk en eftir að hafa unnið vatnslitamyndirnar í hjarta heimshryggðarinar í óbyggðum Bresku Kólumbíu, þá fannst mér þetta eiga vel saman,“ segir Ragnar. „heimshryggðin og þessi rómantíska löngun voru tekin föstum tökum með því að fara í vetrargalla og ganga lengst upp í þennan risavaxna dal sem brann allur í skógareldum árið 2003. Hann er þakinn dauðum, sviðnum trjám.  Aðstæðurnar höfðu áhrif. Það var snjór og skítakuldi og ég réði ekki við að vinna lengur í myndunum en ég gerði. Ég málaði eina mynd og fékk mér svo kaffi og smávindil til að hlýja mér. Vatnið fraus í penslinum,“ segir listamaðurinn og hryllir sig við kaldar minningar. (Úr viðtali Einars Fals Ingólfssonar við Ragnar Kjartansson í Morgunblaðinu 15. desember 2011).

Nánari upplýsingar: https://i8.is

 

Unnar Örn, f. 1974, er listamaður sem býr og starfar í Reykjavík.

Olivia Plender, f. 1977, er bresk, býr og starfar í Lundúnum og Stokkhólmi.

Í verkinu Guðirnir færa okkur gripinn er athygli okkar er fönguð af tveimur ljósmyndum af gripum á safni sem leiðir inn í myndband gert af Unnari Erni og Oliviu Plender sem snýst um frásögn og túlkun sögunnar. Í myndinni flytur þjóðfræðingur í nútímanum erindi eins af meintum stofnendum Danska þjóðminjasafnsins. Persónan sem hún lýsir er fornfræðingur frá 19. öld sem eins og margir fræðimenn þess tíma lagaði staðreyndir að eigin heimsmynd. Plender og Unnar Örn eru sérstaklega áhugasöm um þróun þjóðernisvitundar sem átti sér stað með rómantísku stefnunni í upphafi 19. aldar og áhrif hennar á menningarsögu Norðurlanda. Verk þeirra sýnir hvernig fornleifafræðingar fyrr og nú skapa tengsl milli gripa til að segja sögu.

Frekari upplýsingar: http://www.unnarorn.net

Tími

ágúst 29 (Fimmtudagur) 16:45 - Október 29 (þriðjudagur) 17:00

Staðsetning

Veröld hús Vigdísar

Brynjólfsgötu 1

Skipuleggjandi

Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun

01okt16:3017:30What are They Reading? The Nature of English Exposure of Children and Young People in Iceland16:30 - 17:30 Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Ásrún Jóhannsdóttir, aðjunkt í ensku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlesturinn What are They Reading? The Nature of English Exposure of  Children and Young People in Iceland, í Veröld – húsi Vigdísar 1. október kl. 16:30. 

Young people in Iceland are highly exposed to English in everyday life. This lecture examines different types of input, the relationship between the input and vocabulary knowledge, to examine the quality and depth of the English lexical input children receive from digital input.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

facebook

Tími

(þriðjudagur) 16:30 - 17:30

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

03okt16:3018:00Óður til hins stutta – Málþing16:30 - 18:00 Veröld - hús Vigdísar, 2. hæð Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Þann 3. október 2019 verður málþingið Óður til hins stutta haldið í Veröld – Húsi Vigdísar, kl. 16:30-18:00 á Heimasvæði tungumála, 2. hæð.

Tilefni þingsins er stofnun STUTT – Rannsóknastofu í smásögum og styttri textum sem starfrækt er við Háskóla Íslands. Á málþinginu verður stofan kynnt og haldin verða stutt erindi um fjölbreytileika smásögunnar og ættingja hennar innanlands sem utan. Einnig verður lesið upp úr frumsömdum og þýddum verkum.

Dagskrá:

Kristín Guðrún Jónsdóttir: Kynning á Stutt

Rúnar Helgi Vignisson: Ekkert smá!

Þórdís Helgadóttir: Upplestur úr eigin verkum

Ástráður Eysteinsson: Stutt og ýtarlegt. Um vísbendingar

Sigurbjörg Þrastardóttir: Upplestur úr eigin verkum

Rósa Þorsteinsdóttir: Sagan af Oddi kóngi: Rannsóknir á munnmælaæfintýrum

Ásdís R. Magnúsdóttir: Franska fábyljan

Gísli Magnússon: Upplestur á íslenskum og þýddum örsögum
 
Lokaorð


Boðið verður upp á léttar veitingar að þingi loknu.

Rannsóknastofa í smásögum og styttri textum er vettvangur fyrir rannsóknir, þýðingar og miðlun á smásögum og styttri textum fyrir fræðimenn og þýðendur úr ólíkum áttum. Með styttri textum er meðal annars átt við örsögur, brot, exempla, anekdótur, ævintýri, þjóðsögur, fabúlur, strengleika/stuttar ljóðsögur og esseyjur. Rétt til aðildar að stofunni eiga allir þeir sem stunda rannsóknir eða þýðingar á smásögum og styttri textum. Stjórn stofunnar er heimilt að veita öðrum fræðimönnum eða doktorsnemum, sem þess óska, aðild. Nánari upplýsingar á vefsíðu vefsíðu STUTT

facebook

Tími

(Fimmtudagur) 16:30 - 18:00

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, 2. hæð

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

07okt17:0018:00Samtal við leikhús: ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)17:00 - 18:00 Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun og Þjóðleikhúsið Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Samtal við leikhús er málfundaröð til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur þar sem leikhúsfólk og fræðimenn koma saman og ræða uppsetningar á leikverkum sem eru í sýningu hjá leikhúsunum.

Fyrsta samtalið þetta haustið verður í Veröld – húsi Vigdísar þann 7. október kl. 17:00. Þar verður rætt um nýja sýningu Þjóðleikhússins á Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsaga Auðar Övu Ör, sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018, spratt á sínum tíma af uppkasti höfundarins að leikriti sem hún hefur nú lokið við að semja. Leikritið er sjálfstætt verk sem lýtur eigin lögmálum, þótt það byggist á sama grunni og skáldsagan. Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í heiminum og skilja konur. Leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni.

Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um verkið og verður svo í pallborði ásamt Ólafi Agli Egilssyni leikstjóra, höfundinum Auði Övu Ólafsdóttur og Baldri Trausta Hreinssyni leikara. Gréta Kristín Ómarsdóttir dramatúrg stýrir umræðunum.

facebook

Nánar um Samtal við leikhús hér

Tími

(Mánudagur) 17:00 - 18:00

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun og Þjóðleikhúsið

10okt16:3017:30Fyrirlestur Isabel Murillo Wilstermann: Los portafolios digitales en la formación inicial docente16:30 - 17:30 Veröld - hús Vigdísar, stofa 104 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Isabel Murillo Wilstermann kennari í spænsku við Kiel háskóla í Þýskalandi heldur fyrirlesturinn Los portafolios digitales en la formación inicial docente.
Fyrirlesturinn hefst 10. október kl. 16:30 í stofu 104 í Veröld – húsi Vigdísar og fer fram á spænsku.

Ágrip:
Los portafolios son de uso extendido en la formación inicial docente. Su valor como herramienta para documentar y reflexionar sobre el aprendizaje, así como su enfoque en el proceso y en el producto han hecho de los portafolios un recurso ampliamente usado, pero no exento de retos en su implementación. Por otra parte, los portafolios digitales tienen ventajas respecto a la versión impresa: son multimodales, flexibles y representan una oportunidad para fomentar competencias digitales de los futuros docentes. La presentación que ofreceré es una experiencia didáctica en la que se usaron portafolios digitales en un curso destinado a estudiantes de máster de educación en español. Mediante esta ponencia espero generar una discusión con perspectivas de estudiantes y docentes acerca del uso, retos y potencial de esta herramienta.

Isabel Murillo Wilstermann tiene un máster de español como lengua extranjera de la Universidad de Barcelona. Actualmente es docente de español en el Seminario de Lenguas y Literaturas Románicas de la Universidad de Kiel y ha trabajado en universidades, escuelas y centros de idiomas en Venezuela, Bélgica y Alemania.

Tími

(Fimmtudagur) 16:30 - 17:30

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, stofa 104

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

10okt18:0019:30Café Lingua | Stefnumót tungumála18:00 - 19:30 Veröld hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin tungumáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni.

Café Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum.
Markmið Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis.

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem hefur aðsetur í Veröld – húsi Vigdísar. Aðrir samstarfsaðilar: Mála- og menningardeild, íslenska sem annað mál, nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands og Íslenskuþorpið.

Tími

(Fimmtudagur) 18:00 - 19:30

Staðsetning

Veröld hús Vigdísar

Brynjólfsgötu 1

15okt16:3017:30FRESTAÐ Staða fjölmiðla á Grænlandi16:30 - 17:30 Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

ATH. Fyrirlestrinum hefur verið frestað.

Fyrirlestur Ingu Dóru Guðmundsdóttur, Staða fjölmiðla á Grænlandi, í Veröld – húsi Vigdísar, fyrirlestrasal, 15. október kl. 16:30. 

Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á grænlenskt samfélag og hverjar eru helstu áskoranir fjölmiðla á Grænlandi í dag? Þessu og fleiru verður velt upp í fyrirlestri Ingu Dóru Guðmundsdóttur þann 15. október kl. 16:30, en fyrirlesturinn er hluti af fjölmiðlaþema þriðjudagsfyrirlestra Vigdísarstofnunar.
Inga Dóra Guðmundsdóttir starfar sem samskiptastjóri Royal Greenland, en hefur unnið við fjölmiðlun í mörg ár og fylgist vel með þjóðfélagsumræðunni á Grænlandi, sérstaklega á samfélagsmiðlum undanfarin ár. Inga Dóra hefur m.a. verið ritstjóri, borgarfulltrúi í Nuuk og framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

facebook

 

Tími

(þriðjudagur) 16:30 - 17:30

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

16okt16:0017:00Leiðsögn listamanna og kynning á Banff listamiðstöðinni16:00 - 17:00 Veröld - hús Vigdísar, Vigdísarstofa Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Leiðsögn um sýninguna Vistabönd og kynning á Banff listamiðstöðinni verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar þann 16. október. Kynningin hefst í Vigdísarstofu á 1. hæð kl. 16.

Birna Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, mun kynna Banff listamiðstöðina í Alberta í Kanada. Eitt meginviðfangsefna Birnu tengist samstarfi Háskóla Íslands við Vesturheim, og hún verður nýkomin úr heimsókn til Banff listamiðstöðvarinnar.

Listamennirnir Karlotta Blöndal, Ragnar Kjartansson og Unnar Örn munu ræða um verkin sín og tengingu sína við Banff listamiðstöðina. Þau, líkt og aðrir listamenn sem taka þátt í sýningunni, eiga það sameiginlegt að tengjast miðstöðinni. Þau hafa dvalið þar í vinnustofum eða verk þeirra verið flutt þar.

Sýningin Vistabönd var opnuð í Veröld – húsi Vigdísar í ágúst síðastliðnum og hún stendur til 28. október næstkomandi. Þó verkin á sýningunni endurspegli ólík viðfangsefni listamannanna má finna þar sterk tengsl manns og náttúru. Ólíkir staðhættir verða uppspretta fyrir list sem finnur sér stað í fjölbreyttum miðlum en á sýningunni eru myndir, texti og tónverk.

Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-17.

Nánar um sýninguna og listamennina.

facebook

Tími

(Miðvikudagur) 16:00 - 17:00

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, Vigdísarstofa

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

18okt(okt 18)19:0019(okt 19)22:00Ítölsk kvikmyndahátíð í samstarfi við RAI Italia19:00 - 22:00 (19) Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Ítölsk kvikmyndahátíð í samstarfi við RAI, ítalska ríkissjónvarpið, og ítölskudeild Háskóla Íslands, verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar dagana 18. -19. október.

Hátíðin opnar með ávarpi Angelu Filipponio föstudaginn 18. október kl. 19:00, og eftir það hefst sýning á kvikmyndinni Troppa grazia frá árinu 2018, eftir leikstjórann Gianni Zanasi.

Laugardaginn 19. október verður boðið upp á eftirfarandi dagskrá:

Kl. 14:00  Ride (2019) leikstj. Valerio Mastrandrea
Kl. 16:00  Fiore gemello (2018) leikstj. Laura Luchetti
Kl. 18:00  Sembra mio figlio (2018) leikstj. Costanza Quatriglio
Kl. 20:00  Non sono un assassino (2019) leikstj. Andrea Zaccariello

Allar kvikmyndirnar verða sýndar með enskum texta í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar (VHV023). Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

facebook

Tími

18 (Föstudagur) 19:00 - 19 (Laugardagur) 22:00

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

19okt10:0012:00Vinnustofa kennara: Lagatextar í tungumálanámi10:00 - 12:00 Veröld - hús Vigdísar, stofa 107 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Ármann Halldórsson stýrir vinnustofu fyrir tungumálakennara í Veröld – húsi Vigdísar, stofu 107, þann 19. október kl. 10:00-12:00.

Í vinnustofu kennara að þessu sinni verða skoðaðar nokkrar leiðir til að nálgast það að nota lagatexta í tungumálakennslu, og þá sérstaklega leiðir til að virkja nemendur í að prófa sig áfram með að semja sína eigin texta. Pælt verður í hugmyndum Pat Pattison á þessu sviði og hugað að aðferðum sem höfundar á borð við Björk, John Lennon, Alanis Morisette og Nick Cave hafa notað. Settur verður saman lagalisti á Spotify fyrir vinnustofuna og stefnt að því að til verði nokkrir framtíðarsmellir á þessari morgunstund.

Vinnustofur kennara eru samstarfsverkefni STÍL – samtaka tungumálakennara á Íslandi, Vigdísarstofnunar og Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands.

Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og engrar skráningar er krafist. Boðið verður upp á morgunkaffi.

facebook

Tími

(Laugardagur) 10:00 - 12:00

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, stofa 107

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

22okt16:3010:30The Reinvention of Agnes Magnúsdóttir and the Role of Icelandic Landscape, Nature and Seasons in Hannah Kent’s Burial Rites16:30 - 10:30 Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Ingibjörg Ágústsdóttir, dósent í enskum bókmenntum flytur fyrirlesturinn The Reinvention of Agnes Magnúsdóttir and the Role of Icelandic Landscape, Nature and Seasons in Hannah Kent’s Burial Rites

Hannah Kent’s Burial Rites (2013) centralises Agnes Magnúsdóttir’s story and presents her character and actions through a multi-layered narrative that challenges the stereotype of the evil and murderous woman often seen in historical and fictional versions. In addition, Kent’s descriptions of Icelandic landscapes, nature and seasons are pivotal to Kent’s speculative representation of Agnes and her circumstances, with the harsh yet beautiful conditions of the north reflecting and underlining the hopeless, doomed trajectory of Agnes’s life and her eventual cruel fate.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar 

facebook

Tími

(þriðjudagur) 16:30 - 10:30

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

24okt18:0019:30Café Lingua | Stefnumót tungumála18:00 - 19:30 StúdentakjallarinnViðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin tungumáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni.

Café Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum.
Markmið Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis.

Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem hefur aðsetur í Veröld – húsi Vigdísar. Aðrir samstarfsaðilar: Mála- og menningardeild, íslenska sem annað mál, nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands og Íslenskuþorpið.

Tími

(Fimmtudagur) 18:00 - 19:30

Staðsetning

Stúdentakjallarinn

Veröld – Hús Vigdísar

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191
Kt. 600169-2039
Hér erum við!

Opnunartímar

9:00-17:00

X