09mar12:0012:30„Sá dagur mun koma að hönd mín verður mér fjarlæg": Um ritmiðillinn Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge og ósjálfráð skrif12:00 - 12:30 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “„Sá dagur mun koma að hönd mín verður mér fjarlæg”: Um ritmiðillinn Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge og ósjálfráð skrif”.

Í erindinu er fjallað um verk austurrísk-ungverska skáldsins Rainers Marias Rilke, tengsl þeirra við hefð spíritisma og ósjálfráð skrif. Í brennidepli er eina skáldsaga Rilkes, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge frá árinu 1910. Um leið er hugað að hlutverki spíritisma og annarra dulspekistrauma við mótun framsækinna nútímabókmennta á öndverðri tuttugustu öld.

Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 9. mars.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

Facebook

Tími

(þriðjudagur) 12:00 - 12:30

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

16mar12:0012:30Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands12:00 - 12:30 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Af hverju er Ísland útópía? Af viðhorfum til Íslands”. Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 16. mars 2021.

Í erindinu verður unnið út frá þeirri tilgátu að „umheimurinn“ hafi um langt skeið litið á Ísland sem eins konar útópíu. Rök og gagnrök þessarar tilgátu verða rædd, rætur hugmyndarinnar kannaðar og leitast við að svara hvernig á þessu standi.

Sumarliði R. Ísleifsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2020 fyrir bók sína “Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár”.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

facebook viðburður

Tími

(þriðjudagur) 12:00 - 12:30

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

23mar12:0012:30Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing íslensku bankanna12:00 - 12:30 Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku, og Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, halda fyrirlesturinn “Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing íslensku bankanna”.

Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 23. mars.

Spennusagan Dauðans óvissi tími (2004) eftir Þráinn Bertelsson kom út tæpum fjórum árum fyrir gjaldþrot íslensku bankanna 2008 en er samt sem áður eitt af brautryðjendaverkum íslenskra hrunbókmennta. Þarna fléttast tvær frásagnir saman. Annars vegar segir af kaupsýslumanninum Haraldi Rúrikssyni sem kaupir Þjóðbanka Íslands eftir að hafa auðgast af rekstri og sölu bruggverksmiðju í Rússlandi. Hins vegar segir af æskuvinunum Þorgeiri Hákonarsyni og Þormóði Bjarnasyni sem ræna útibú Þjóðbankans við Vesturgötu og skjóta til bana aldraðan sjónarvott að ráninu. Í nýlegu riti um íslenskar hrunbókmenntir heldur Alaric Hall því fram að flestir þeirra íslensku spennusagnahöfunda sem fjalla um hrunið haldi sig innan raunsæishefðarinnar og þó að þeir stingi á ýmsum félagslegum kýlum efist þeir sjaldnast um ágæti hins kapítalíska kerfis eða lýsi öðrum valkostum, enda sé litið „á sérhverja róttæka gagnrýni á samfélagið eða tilraun til að ímynda sér annars konar samfélög sem ‚óraunsæja‘“.  Í fyrirlestrinum verður rætt hvort og hvernig þessi gagnrýni á við um Dauðans óvissa tíma. Ljóst er tilgangur Þráins með því að skrifa söguna var pólitískur og beindist m.a. að þeirri einkavæðingu ríkiseigna sem er einn af hornsteinunum í stefnu nýfrjálshyggjunnar.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

Facebook viðburður

Tími

(þriðjudagur) 12:00 - 12:30

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

30mar12:0012:30"Hérvist er dýrleg" - eymd og dýrð mannlegrar tilvistar hjá Rainer Maria Rilke12:00 - 12:30 Skipuleggjandi: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Gísli Magnússon, prófessor í dönskum bókmenntum við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Hérvist er dýrleg” – eymd og dýrð mannlegrar tilvistar hjá Rainer Maria Rilke”.

Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur þann 30. mars.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

Facebook viðburður

Tími

(þriðjudagur) 12:00 - 12:30

Skipuleggjandi

Vigdísarstofnun

Veröld – Hús Vigdísar

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191
Kt. 600169-2039
Hér erum við!

Opnunartímar

9:00-17:00

X