Vestnorræni dagurinn 2022

Boðið var upp á veglega dagskrá í tilefni Vestnorræna dagsins í Veröld – húsi Vigdísar og Norræna húsinu þann 23. september.

Á málþingi sem fór fram í Veröld var rætt um vestnorræna samvinnu og Alþjóðlegur áratugur frumbyggjatungumála (IDIL 2022-2032) var kynntur. Þau sem komu fram voru Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður og formaður Íslandsdeildar Vest­nor­ræna ráðsins, Tove Søvndahl Gant, sendifulltrúi Grænlands á Íslandi, Halla Poulsen, sendifulltrúi Færeyja á Íslandi, Sofiya Zahova, forstöðumaður Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Ríkey Þöll Jóhannesdóttir, starfsmaður Alþjóðamálastofnunar og Pétur Ásgeirsson sendi herra og fulltrúi Íslands í embættismannanefnd Norðurskautsráðsins. Stjórnandi málþingsins var Ann-Sofie Nielsen Gremaud, stjórnarformaður Vigdísarstofnunar.

Eftir stutt hlé tók við dagskrá í Norræna húsinu þar sem grænlenska fjöllistakonan og rithöfundurinn Jessie Kleemann kynnti verk sín. Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs stýrði viðburðinum.