í Fréttir, News, VIMIUC

Viðburðahald á vegum Vigdísarstofnunar liggur niðri þessa dagana vegna COVID-19. Í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, er mælst til þess að engir viðburðir séu haldnir á vettvangi skólans og að gestagangur sé takmarkaður eins og kostur er. Mikið álag hefur einnig skapast hjá starfsfólki Háskólans vegna þeirra breytinga sem hljótast af ástandinu. 

Um leið og þeim takmörkunum sem settar hafa verið vegna COVID-19 verður aflétt innan veggja skólans, hefst viðburðahald á ný hjá Vigdísarstofnun. Nýjar fréttir af starfsemi stofnunarinnar birtast á facebooksíðu hennar. 

 

 

Aðrar fréttir
X