16th International Conference On The Short Story In English
Nánari upplýsingar hér

 

 

Óður til hins stutta – Málþing
Veröld – hús Vigdísar, 2. hæð, 3. október kl. 16:30-18:00 

Þann 3. október 2019 verður málþingið Óður til hins stutta haldið í Veröld – Húsi Vigdísar, kl. 16:30-18:00 á Heimasvæði tungumála, 2. hæð.

Tilefni þingsins er stofnun STUTT – Rannsóknastofu í smásögum og styttri textum sem starfrækt er við Háskóla Íslands. Á málþinginu verður stofan kynnt og haldin verða stutt erindi um fjölbreytileika smásögunnar og ættingja hennar innanlands sem utan. Einnig verður lesið upp úr frumsömdum og þýddum verkum.

Dagskrá:
Kristín Guðrún Jónsdóttir: Kynning á Stutt
Rúnar Helgi Vignisson: Ekkert smá!
Þórdís Helgadóttir: Upplestur úr eigin verkum
Ástráður Eysteinsson: Stutt og ýtarlegt. Um vísbendingar
Sigurbjörg Þrastardóttir: Upplestur úr eigin verkum
Rósa Þorsteinsdóttir: Sagan af Oddi kóngi: Rannsóknir á munnmælaæfintýrum
Ásdís R. Magnúsdóttir: Franska fábyljan
Gísli Magnússon: Upplestur á íslenskum og þýddum örsögum
Lokaorð

Boðið verður upp á léttar veitingar að þingi loknu.

Rannsóknastofa í smásögum og styttri textum er vettvangur fyrir rannsóknir, þýðingar og miðlun á smásögum og styttri textum fyrir fræðimenn og þýðendur úr ólíkum áttum. Með styttri textum er meðal annars átt við örsögur, brot, exempla, anekdótur, ævintýri, þjóðsögur, fabúlur, strengleika/stuttar ljóðsögur og esseyjur. Rétt til aðildar að stofunni eiga allir þeir sem stunda rannsóknir eða þýðingar á smásögum og styttri textum. Stjórn stofunnar er heimilt að veita öðrum fræðimönnum eða doktorsnemum, sem þess óska, aðild. Nánari upplýsingar á vefsíðu vefsíðu STUTT

facebook

X