í Fréttir, Uncategorized @is, VIMIUC

Vigdísararstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar kynnti starfsemi sína í íslenska básnum á viðburði sem haldinn var í tilefni af Alþjóðadegi móðurmálsins, þann 21. febrúar í höfuðstöðvum UNESCO í París. Viðburðurinn var haldinn á vegum fastanefndar Bangladesh hjá UNESCO, en Alþjóðadagur móðurmálsins á rætur að rekja þangað. 

Sofiya Zahova, forstöðumaður Vigdísararstofnunar, kynnti á viðburðinum framlag miðstöðvarinnar til verkefna UNESCO og ræddi við aðra þátttakendur og gesti um  tungumálafjölbreytileika á Íslandi og arfleifð og störf Vigdísar Finnbogadóttur sem góðgerðarsendiherra UNESCO í tungumálum. 

Guðrún Þorsteinsdóttir, fulltrúi í fastanefnd Íslands hjá UNESCO, kynnti áherslur Íslands sem nú situr í framkvæmdastjórn UNESCO. Kynningarmynd um tungumálasýninguna Mál í mótun sem sett hefur verið upp í Veröld – húsi Vigdísar var einnig til sýnis á meðan viðburðinum stóð.

Sá mikli áhugi sem gestir sýndu á starfi Vigdísarstofnunar og á þátttöku í þeim alþjóðlegu viðburðum sem stofnunin mun standa fyrir á næstu misserum, var fulltrúum Íslands mikil hvatning.

Við viljum koma á framfæri þakklæti til sendinefndar í Bangladesh hjá UNESCO fyrir að skipuleggja þennan vel heppnaða viðburð og til fastasendinefndar Íslands hjá UNESCO fyrir árangursríkt samstarf.

 

Aðrar fréttir
X