Stofnunin hefur notið þess heiðurs að bera nafn Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, frá árinu 2001 og notið liðveislu hennar í uppbyggingarstarfi stofnunarinnar.

Vigdís Finnbogadóttir hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) frá árinu 1998. Jafnframt kenndi hún frönsku um árabil í framhaldsskólum og við Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur stutt tungumálakennslu í verki á margvíslegan hátt.

Hér má finna heimasíðu Vigdísar.

 

X