í Fréttir, News, VIMIUC

Sofia Zahova, rannsóknarsérfræðingur og stjórnarmaður hjá Vigdísarstofnun – alþjóðlegri miðstöð tungumála og menningar, kynnti stefnu stofnunarinnar innan ramma Alþjóðlegs áratugs frumbyggjatungumála (IDIL 2022-2032) á viðburðinum From global to local: Making the International Decade of Action for Indigenous Languages, sem var skipulagður af UNESCO þann 26. apríl 2022 í tengslum við 21. þing fastaþing Sameinuðu þjóðanna um málefni frumbyggja, sem fór fram deginum áður í New York.

Viðburðurinn fór fram bæði á skrifstofu UNESCO í New York og á rafrænan hátt.  Þátttakendur sýndu sérstakan áhuga á kynningu Sofiyu á nýrri tungumálasýningu Vigdísarstofnunar, Mál í mótun, og var lagt til að efni hennar og útfærslu yrði miðlað meðal hagsmunaaðila og annarra sem taka þátt í Alþjóðlegum áratugi frumbyggjatungumála víða um heim.

          

#indigenouslanguagesdecade #idil

Aðrar fréttir
X