Fyrir styrk úr hátíðarsjóði sænska seðlabankans (Riksbankens Jubileumsfond) var settur á laggirnar alþjóðlegur ráðgjafahópur á árinu 2008, sem hefur verið stjórninni til ráðuneytis um alþjóðlegu tungumálamiðstöðina.

Hópinn skipa Anju Saxena, prófessor við Uppsalaháskóla, Bernard Comrie, prófessor í málvísindum við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, Jens Allwood, prófessor við Gautaborgarháskóla og Peter Austin, prófessor við Lundúnaháskóla.

Frekari styrkur frá sænska sjóðnum í lok árs 2014 gerði það mögulegt að fá til liðs þrjá aðra fræðimenn, en þeir eru: Anne Holmen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og forstöðumaður Center for Internationalicering og Parallelsproglighed, Lars Borin, prófessor og forstöðumaður Språkbanken við Gautaborgarháskóla, og Henriette Walter, prófessor emerita við Université de Haute-Bretagne og forstöðukona rannsóknastofu í hljóðfræði við Sorbonneháskóla.

VIMIUC – Vigdís International Centre
for Multilingualism and Intercultural Understanding

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191 / 525 4281
Kt. 600169-2039
Hér erum við!

Opnunartímar

Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00

X