Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar heyrir undir Háskóla Íslands, nánar tiltekið undir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF), sem starfar innan vébanda Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfar undir merkjum UNESCO, með vottun sem UNESCO stofnun í flokki II.

Formlegir samstarfsaðilar

ELRA: The European Language Resources Association (ELRA). Samstarfssamningur miðstöðvarinnar við ELRA var undirritaður á stofndegi miðstöðvarinnar, þann 20. apríl 2017, en Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur átt í samstarfi við samtökin um árabil.  Samstarf ELRA og miðstöðvarinnar snýst einkum um samband tungumála og nútímatækni.

Infoterm: The International Information Centre for Terminology var stofnað árið 1971 með stuðningi UNESCO. Samstarfssamningur Infoterm og miðstöðvarinnar hófst í febrúar 2018 með opnun Eugen Wüster/Infoterm orðabókasafnsins sem miðstöðin hýsir í Veröld – húsi Vigdísar. Meðal annara samstarfsverkefna eru þátttaka miðstöðvarinnar í gerð ISO-staðla fyrir tungumál í flokknum ISO TC 37, SC 2.

FEL: Haustið 2017 varðframkvæmdastjóri  miðstöðvarinnar meðlimur í stjórn Foundation for Endangered Languages. FEL eru alþjóðleg samtök með bækistöðvar í Bretlandi, sem hafa stuðning við tungumál í útrýmingarhættu að aðalmarkmiði. Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar hýsti og sá um skipulagningu árlegrar ráðstefnu FEL árið 2018, sem haldin var í Veröld í ágúst 2018.

ISO: Framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar er verkefnastjóri ISO-stöðlunar  nefndar sem heyrir undir  tækninefnd 37,  og fjallar um mállýskur tungumála.

LinguaPax: LinguaPax er óháð stofnun með ráðgjafarhlutverk hjá UNESCO sem upphaflega var hleypt af stokkunum árið 1987. Samstarfssamning við Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar við stofnunina og aðra samstarfsaðila er í undirbúningi.

Óformlegir samstarfsaðilar

Vestnorræna samstarfsnetið: Vestnorrænt rannsóknarnet sérfræðinga frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi undir stjórn Auðar Hauksdóttur, með áherslu á tungumál og menningarsamskipti svæðisins, þ.m.t. bókmenntir, málvísindi og tungumálanám.

Borgarbókasafn Reykjavíkur: Fjölmenningarteymi Borgarbókasafns Reykjavíkur og Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar eiga í samstarfi um tungumálastefnumót Café Lingua, sem haldin eru í Veröld – húsi Vigdísar. Miðstöðin átti einnig í samstarfi við Borgarbókasafnið um skipulagningu ráðstefnunnar Rætur og vængir / Roots and Wings sem fjallaði um fjölmenningarleg verkefni og var einnig haldin í Veröld – húsi Vigdísar.

CLARIN: Í júní 2017 var miðstöðin þátttakandi í fundi leiðtoga Samtaka um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC) og CLARIN (Common Language Resource and Technology Infrastructure) ásamt fulltrúum íslenskra stofnana. Umræða um aðkomu miðstöðvarinnar að verkefnum CLARIN stendur nú yfir.

Annað samstarf

Innanlands:

  • Verkefnið Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact (MoLiCoDiLaCo) í Háskóla Íslands;
  • Ýmsar deildir innan Háskóla Íslands;
  • Orðabanki íslenskrar málstöðvar;
  • Norræna húsið;
  • Móðurmál – samtök um tvítyngi;
  • Bandalag þýðenda og túlka;
  • Bókmenntaborgin Reykjavík;
  • Þjóðminjasafnið;
  • Visit Reykjavík; o.fl.

Erlendis:

VIMIUC – Vigdís International Centre
for Multilingualism and Intercultural Understanding

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191 / 525 4281
Kt. 600169-2039
Hér erum við!

Opnunartímar

Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00

X