Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar – VIMIUC, vinnur að málefnum sem snerta tungumál. Tungumál eru mikilvægur þáttur í menningarlegum skilningi, þau auðga samfélög og eru lykill að fjölmenningarlegum samskiptum.
Helstu viðfangsefni miðstöðvarinnar eru:
Tungumálafjölbreytni, tungumál innan fjöltyngdra samfélaga, tungumál í útrýmingarhættu og tungumál minnihlutahópa, á hnattræna vísu.
Miðstöðin vinnur í samvinnu við málfræðinga að verkefnum sem lúta að því að skrásetja og styrkja tungumálalega fjölbreytni, svo sem ELCat og ISO, og LinguaPax og UNESCO. Miðstöðin hefur myndað samstarfsnet um gerð tungumálakorta sem sýnt geta tungumálalandslagið í öllum fjölbreytileika sínum og eftir mismunandi sviðum tungumálanotkunar.
Vestnorræn tungumál ( á Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og Noregi).
Miðstöðin á í vestnorrænu samstarfi um sýningu á vestnorræna tungumálalandslaginu; tungumálum svæðisins, mállýskum og ensku sem alþjóðlegu stafrænu tungumáli.
Tungumál á Íslandi.
Þrátt fyrir hefðbundnar skilgreiningar, er íslenska ekki eina tungumál landsins. Önnur tungumál á Íslandi eru:
- Íslenska táknmálið, annað móðurmál Íslands
- Tungumál innflytjenda. Um 100 tungumál eru töluð á íslensku heimilum og eru í mörgum tilvikum fyrsta tungumál viðkomandi ásamt íslensku.
- Tungumál kennd í íslenskum skólum og háskólum, sem mikill hluti bókmennta er þýddur úr.
- Tungumál sem töluð eru af fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands á hverju ári.
Miðstöðin hefur átt í samstarfi við stofnanir sem starfa með tungumál. Má þar nefna Stofnun Árni Magnússonar í íslenskum fræðum, Móðurmál – samtök um tvítyngi, Bandalag þýðenda og túlka og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (sem miðstöðin heyrir undir). Miðstöðin hefur það að markmiði að dýpka og auka samstarf sitt við þessa aðila.
Fjöltyngi.
Miðstöðin leggur áherslu á tungumálanám og að auka tungumálaáhuga með viðburðum á borð við Café Lingua, menningarviðburðum og fyrirlestrum sem haldnir eru í Veröld – húsi Vigdísar í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Þýðing, hugtök, orðabækur.
Fá verkefni byggja brýr milli menningarheima og auka skilning manna og milli á jafn öflugan hátt og þýðingar. Í þessu samhengi hýsir miðstöðin í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Orðabanka íslenskrar málstöðvar, Landsbókasafn Íslands, Þýðingarmiðstöð Háskóla Íslands og Þýðingarsetur utanríkisráðuneytisins, Eugen Wüster/Infoterm orðabókasafnið, sem líklega er stærsta safn sérfræðiorðabóka í heiminum.