Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar, er alþjóðleg tungumálamiðstöð sem hóf starfsemi sína 20. apríl 2017. Miðstöðin er starfrækt undir merkjum UNESCO.

Fyrstu ár miðstöðvarinnar verður vistfræði tungumála á Vestur-Norðurlöndum í brennidepli, þ.e. tengsl tungumála og menningar á vesturströnd Noregs, í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi.

Þegar hefur verið myndað alþjóðlegt teymi fræðimanna frá háskólanum í Nuuk, Málráði Grænlands, Háskólanum í Þrándheimi, Háskólanum í Bergen,
Háskólanum í Osló, Kaupmannanhafnarháskóla, Fróðskaparsetri Færeyja og Háskóla Íslands.
Teymið hefur fengið styrk til starfseminnar frá Nordplus Sprog og Kultur.

 

Ársskýrslur Vigdísarstofnunar

Ársskýrsla 2018

Ársskýrsla 2017

 

Samningur milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO

Samningur um að Vigdísarstofnun starfi undir merkjum UNESCO var undirritaður af Katrínu Jaboksdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, mánudaginn 15. apríl 2013. Samningurinn var svo undirritaður af Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, þann 27. júní sama ár í höfuðstöðvum UNESCO í París.

UNESCO samningurinn á íslensku

UNESCO Agreement in English

VIMIUC – Vigdís International Centre
for Multilingualism and Intercultural Understanding

Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191
Kt. 600169-4281
Hér erum við!

Opnunartímar

Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00

X