Um síðustu aldamót fæddist sú hugmynd hjá Stofnun í erlendum tungumálum að koma á fót alþjóðlegri miðstöð tungumála og menningar ásamt því að reisa byggingu undir kennslu, rannsóknir og miðlun á erlendum tungumálum og menningu við Háskóla Íslands. Á sama tíma var nafni stofnunarinnar breytt í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Auður Hauksdóttir, þáverandi forstöðumaður stofnunarinnar, og Vigdís Finnbogadóttir, unnu að því að koma hugmyndinni í framkvæmd en styrkur úr hátíðarsjóði sænska Seðlabankans gerði stjórn stofnunarinnar kleift að setja á laggirnar alþjóðlegan ráðgjafahóp árið 2008.
Vigdís Finnbogadóttir var skipuð velgjörðarsendiherra tungumála af UNESCO árið 1998 og var því vilji fyrir því að miðstöðin starfaði innan vébanda UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Katrín Jakobsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði starfssamning milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO 15. apríl 2013 og Irena Bokova aðalframkvæmdastjóri UNESCO ritaði undir hann seinna sama ár. Samkvæmt samningnum starfar Vigdísarstofnun sem „Category 2 Centre under the auspices of UNESCO“.
VIMIUC – Vigdís International Centre
for Multilingualism and Intercultural Understanding
for Multilingualism and Intercultural Understanding
Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191 / 525 4281
Kt. 600169-2039
Hér erum við!
Opnunartímar
Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00