í Fréttir

LEXÍA er íslensk-frönsk veforðabók unnin í samstarfi tveggja háskólastofnana í Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF). SÁM sér um íslenska orðabókarefnið og hefur yfirumsjón með verkinu, þ.m.t. kerfisstjórn og umsjón með gagnagrunni orðabókarinnar en Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur ritstýrir franska hluta orðabókarinnar.

Rósa Elín Davíðsdóttir, ritstjóri franska hlutans hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, segir frá því í viðtali sem birtist í dag á vefsíðu Háskóla Íslands að bókin muni geyma um 50.000 uppflettiorð ásamt fjölmörgum notkunardæmum og orðasamböndum sem öll eru þýdd á frönsku.

 

 

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér, en áætlað er að orðabókin verði tilbúin í desember 2019.  Hægt er að smella á hnappinn hér fyrir neðan til að skoða orðabókina:

Aðrar fréttir
X