í Fréttir, VIMIUC

Mála- og menningardeild hélt vinnufund fimmtudaginn 23. maí í Kríunesi með kennurum og öðru starfsfólki deildarinnar og fulltrúum nemenda. Á fundinum var fjallað um eflingu náms á grunn- og framhaldsnámsstigi í Mála- og menningardeild og kosnir voru deildarforseti og varadeildarforseti fyrir tímabilið 1.7.2019 – 31.6. 2021. Birna Arnbjörnsdóttir verður nýr deildarforseti deildarinnar og Oddný G. Sverrisdóttir, fráfarandi deildarforseti, tekur við af Birnu sem varadeildarforseti. Toby Erik Wikström verkefnastjóri hjá Miðstöð framhaldsnáms stjórnaði vinnufundinum sem lauk með sameiginlegum kvöldverði.

  

  

  

  

 

Aðrar fréttir
X