í Fréttir, VIMIUC

Vinnuhópur sem vinnur að gerð ISO staðla fyrir tungumál hittist á þriggja daga fundi í Veröld – húsi Vigdísar í byrjun nóvember. Innan ISO staðla kerfisins, eru tungumálastaðlar með þeim algengustu og eru einkenndir með tveggja eða þriggja stafa merkingu á borð við „is“ eða „isl“ sem stendur fyrir íslensku. Það var Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar sem tók á móti hópnum, en framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, Sebastian Drude, er verkefnastjóri vinnuhópsins.

Aðrar fréttir
X