í Fréttir, News, VIMIUC

Í dag hefst vorhátíðin Nowruz í fjölmörgum löndum heims. Orðið Nowruz þýðir „nýr dagur“, en með hátíðinni er endurnýjun náttúrunnar og vorkomunni fagnað.

Nowruz er hátíð friðar, sáttar og samlyndis manna á milli, en hún hefur verið haldin í meira en 3000 ár á stóru svæði meðfram hinum forna Silkivegi sem nær allt frá Balkanskaga austur yfir Mið-Asíu til Indlands. Á meðan hátíðinni stendur eru haldnar helgiathafnir og menningarviðburðir auk þess sem fjölskyldur koma saman og borða góðan mat, klæðast nýjum fötum, heimsækja vini og ættingja og skiptast á gjöfum.

Nowruz var sett á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf árið 2009 og á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2010 var dagurinn 21. mars útnefndur Alþjóðadagur Nowruz. 

Lesið meira um Nowruz á vefsíðu UNESCO.

Myndir: UNESCO

Aðrar fréttir
X