Mál í mótun

Image
""

Mál í mótun

Á sýningunni Mál í mótun í Veröld – húsi Vigdísar fá gestir tækifæri til að skyggnast inn í heim tungumálanna og kynnast hinum ýmsu tungumálum sem töluð eru í dag, allt frá gríðarstórum heimsmálum til fámennistungumála í útrýmingarhættu. Við fræðumst um hinar fjölmörgu hliðar tungumála með hjálp gagnvirkra margmiðlunarverka og heyrum raddir á þeim ólíku málum sem töluð eru á Íslandi í dag. Við sjáum hvernig tungumál hafa þróast samhliða sögu mannsins á jörðinni í meira en 300.000 ár og hvernig þau hafa dreifst og flakkað heimshorna á milli. Loks kynnumst við lífshlaupi tungumála sem, líkt og önnur lifandi fyrirbæri, verða til, þróast og taka breytingum áður en þau loks deyja út. Þá veltum við fyrir okkur hvernig hægt er að stuðla að varðveislu tungumála svo að þau geti dafnað um ókomna tíð.

Myndband um sýninguna Mál í mótun. 

Sýningin Mál í mótun var sett upp á vegum Vigdísarstofnunar - alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar í samstarfi við andrúm arkitekta og Gagarín. Hún er hluti af framlagi stofnunarinnar til Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála sem Sameinuðu þjóðirnar ýttu formlega úr vör árið 2022.

Við bjóðum skólahópum að heimsækja sýninguna alla virka daga skólaársins (jan-maí og sep-nóv). Markhópur sýningarinnar eru nemendur á aldrinum 10-19 ára en tekið er á móti öðrum aldurshópum eftir samkomulagi. Kennsluvefur hefur verið settur upp fyrir sýninguna þar sem kennarar geta sótt verkefni sem hægt er að vinna með nemendum fyrir og eftir heimsókn og annað ítarefni í tengslum við tungumál. Bókið heimsókn hér

Faglegur umsjónarmaður
Birna Arnbjörnsdóttir

Ritstjórar
Birna Arnbjörnsdóttir
Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir

Handrit og þýðingar
Vigdísarstofnun

Sýningarhönnun
andrúm arkitektar og Gagarín

Gagnvirk miðlun
Gagarín

Innréttingar
andrúm arkitektar

Lýsingarhönnun
Lumex

Sérsmíði
Háskóli Íslands
Járnprýði

Sýningarbúnaður
Origo

Prentun
Logoflex

Hljóðhönnun
Upptekið

 

Mynd: Gagarín/Magnús Elvar Jónsson

Stýrihópur
Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir
Eyjólfur Már Sigurðsson
María Th. Ólafsdóttir

Starfsfólk
Alfa Magdalena B Jórunnardóttir
Unnur Aldred
Stefán Þór Sigurðsson

 

Styrktaraðilar
Barnamenningarsjóður
Nýsköpunarsjóður námsmanna

Sérstakar þakkir
Anh-Đào Katrín Tran, Anna María Bogadóttir, Arjun Singh, Banu Naimy, Betsy Hassett, Cat Gundry Beck, Clara Anne Jégousse, Davor Purusic, Henríetta Skúladóttir, Jeta Ejupi, Kateryna Ruban, Lemke Meijer, Naomi L. Loabile, Nils Wiberg, Nury Homola, Olga Aletta Roux, Shu Yi, Sosefo Manafa Kata, Stanisław Jan Petruk, Theodóra Skúladóttir, Tsering Gyal, Viktoría Žiliutė, Yerim Kim, Ylfa Aino Eldon Aradóttir. 
Anna Sigríður Einarsdóttir, Ásdís Rósa Magnúsdóttir, Bergur Arnar Hrafnkell Jónsson, Gregg Batson, Diljá Þorbjargardóttir, Hringur Ásgeir Sigurðarson, Julian Meldon D’Arcy, Katelin Parsons, Matthew Whelpton, Rafnhildur Rósa Atladóttir, Rósa Signý Gísladóttir, Valgerður Jónasdóttir, Þorgerður Anna Björnsdóttir, Þórhallur Eyþórsson. Canadian Museum for Human Rights.