Íslenska English Dansk Svenska Deutsch Espanol Francais Japanese Chinese Concat us
Þú ert hér:

Nýjustu fréttir

Fleiri fréttir >
 • Ana María Shua og örsögur í Rómönsku Ameríku

  28. ágúst 2015

  Ana_Maria_ShuaAna María Shua rithöfundur heldur fyrirlestur um örsögur föstudaginn 11. september kl. 15 í Norræna húsinu.

  Í erindinu mun Ana María Shua fjalla um örsagnaformið í Rómönsku Ameríku, sem má rekja til fyrstu áratuga tuttugustu aldar. Hún greinir frá safni Borgesar og Bioy Casares frá árinu 1955, höfunda sem koma úr suðurhluta álfunnar, sem og verkum Arreola og Monterroso úr norðurhlutanum. Hún tæpir á þróun formsins síðastliðin þrjátíu ár og veltir einnig upp spurningunni hvar rætur örsagnaskrifa á spænsku liggja: Í Rómönsku Ameríku eða á Spáni. Einnig verður fjallað um áhrif evrópskra höfunda og muninn á örsagnaforminu í Rómönsku Ameríku og Bandaríkjunum.

  Kynnir er Kristín Guðrún Jónsdóttir, lektor í spænskum bókmenntum, en hún hefur þýtt úrval örsagna eftir Önu Maríu Shua í bókinni Smáskammtar sem kemur út hjá Dimmu í tilefni af komu höfundarins hingað til lands.

  Viðburðurinn er haldinn í tengslum við komu Önu Maríu Shua á Bókmenntahátíð og er haldinn í samvinnu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Norræna hússins.

  Meira >
 • Fyrirlestrar á spænsku um þjóðlíf og menningu á Spáni samtímans fimmtudaginn 13. ágúst

  29. júlí 2015

  Fluttir verða tveir fyrirlestrar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um þjóðlíf og menningu á Spáni samtímans fimmtudaginn 13. ágúst kl. 15-17 í stofu 103 í Gimli.

  Kl. 15: Dr. Victoria Carillo, prófessor við Háskólann í Extremadura á Spáni, heldur fyrirlestur um samskiptahætti innan spænskra fyrirtækja.

  Kl. 16: Dr. Juan Luis Tato Jiménez, prófessor við Háskólann í Extremadura á Spáni, heldur fyrirlestur um samþættingu einkalífs og opinbers lífs frá spænsku sjónarhorni.

  Fyrirlestrarnir verða fluttir á spænsku.

  Meira >
 • Fyrirlestur um fagurfræði öreigabókmennta Norður- og Suður-Ameríku föstudaginn 28. ágúst

  29. júlí 2015

  Anna Björk Einarsdóttir, doktorsnemi við Kaliforníuháskóla í Davis, heldur hádegisfyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur föstudaginn 28. ágúst kl. 12-13. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 103 í Háskólatorgi.

  Fyrirlesturinn fjallar um öreigabókmenntir Norður og Suður-Ameríku með skírskotun til hinnar skandinavísku raunsæishefðar.

  Öreigabókmenntir voru skrifaðar um allan heim á fyrri hluta tuttugustu aldar, en hreyfingin náði hámarki á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Fjallað verður um megin einkenni öreigabókmennta í Argentínu, Perú, Ekvador og Bólivíu sem og Bandaríkjunum og fagurfræði bókmenntastefnunnar greind. Sýnt verður fram á margbreytileika þeirra þjóðfélagshópa sem taldir voru til öreiga á hverjum stað en sérstök áhersla er lögð á að greina þann skilning sem lagður var í stéttarvitund öreigans og hvernig sú vitund mótar bókmenntaformið.

  Anna Björk leggur stund á doktorsnám í samanburðarbókmenntafræði við UC Davis. Rannsóknasvið hennar eru 20. aldar bókmenntir Norður og Suður Ameríku með sérstakri áherslu á bókmenntir 2. og 3. áratugarins, þróun raunsæisstefnunnar á 20. öld og tengsl öreigastefnunnar við framúrstefnuna.

  Meira >