Íslenska English Dansk Svenska Deutsch Espanol Francais Japanese Chinese Concat us
Þú ert hér:

Nýjustu fréttir

Fleiri fréttir >
 • Hin árlega Japanshátíð Háskóla Íslands verður haldin 31. janúar kl. 13-17 á Háskólatorgi! Allir velkomnir!

  26. janúar 2015

  Japanshatid

  Meira >
 • 13 færeyskar orðabækur í ókeypis aðgangi

  21. janúar 2015

  Faereyskar_ordabaekurAthygli er vakin á heimasíðunni www.sprotin.fo þar sem má finna ókeypis aðgang að 13 orðabókum milli færeysku og nokkurra erlendra tungumála, sjá: http://sprotin.fo/dictionaries_dictionary.php/ 

   

   

   

  Orðabækurnar á vefsvæðinu eru sem hér segir:

  • Færeysk-ensk orðabók
  • Ensk-færeysk          
  • Færeysk-dönsk
  • Dönsk-færeysk
  • Færeysk-þýsk   
  • Þýsk-færeysk        
  • Færeysk-spænsk 
  • Spænsk-færeysk  
  • Færeysk-ítölsk     
  • Rússnesk-færeysk


  Auk þess má finna á síðunni færeysk-færeyska orðabók, færeyska samheitaorðabók og færeyska íðorðabók. Orðabók milli færeysku og frönsku mun vera væntanleg.

  Flestar bækurnar innihalda milli 55.000 og 90.000 flettur, en þær eru þó mun færri í bókunum milli færeysku annars vegar og þýsku, spænsku og ítölsku hinsvegar og í spænsk-færeysku orðabókinni.  

  Það er athyglisvert að innihald bókanna er uppfært reglulega.

  Eins og lesa má á heimasíðunni hafa margir lagt hönd á plóg við þetta metnaðarfulla verkefni, en lykilmaður er Jonhard Mikkelsen, lektor í ensku við Fróðskaparsetur Færeyja.

  Meira >
 • Dagskrá SVF á vormisseri 2015: Fyrirlestraröð og aðrir viðburðir

  20. janúar 2015

  Dagskrá vormisseris 2015


  ________________________________________________________________________ 

  Janúar

  31. janúar - Laugardagur - kl. 13-16
  Japanshátíð

   

  Hin árlega Japanshátíð við Háskóla Íslands er haldin í samvinnu Sendiráðs Japans og nemenda í japönsku við Háskóla Íslands. Gestum og gangandi er boðið að kynnast ýmsum atriðum sem tengjast japönsku máli og menningu.

  Háskólatorg

  ________________________________________________________________________ 

  Febrúar

  5. febrúar - Fimmtudagur - kl. 16:30-18
  Stefnumót tungumála / Date a Language

  Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Deild erlendra tungumála, Íslenska sem annað mál, Íslenskuþorpið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands efna í samstarfi við Café Lingua Borgarbókasafns Reykjavíkur til stefnumóts tungumála og tungumálanemenda („happy hour“). Allir velkomnir.

  Stúdentakjallarinn

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  21. febrúar - Laugardagur - kl. 14-17
  Kínversk nýárshátíð

   

  Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, í samstarfi við SVF, Kínversk-íslenska menningarfélagið, Sendiráð Kínverska alþýðulýðveldisins og Félag Kínverja á Íslandi, efnir til kínverskrar nýárshátíðar í tilefni af komu árs geitarinnar í Kína.

  Háskólatorg

  ________________________________________________________________________ 

  Mars

  Fyrirlestrar og málþing:


  5. mars - Fimmtudagur - kl. 12
  "Hvað er frumlag?"

  Jóhanna Barðdal, prófessor í norrænum málvísindum í háskólanum í Gent og nýbakaður gestaprófessor við SVF, heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Hvað er frumlag?“ Kynnir er Þórhallur Eyþórsson, prófessor í enskum málvísindum.

  Árnagarður, stofa 201 

   - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  10. mars  - Þriðjudagur - kl. 12-13
  Hæfni til að tileinka sér annað tungumál

  Carrie Ankerstein, dósent í ensku við Saarland-háskóla í Þýskalandi, heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina: „Can a non-native speaker ever understand a language as well as a native speaker?“ Kynnir er Ásrún Jóhannsdóttir, adjunkt í ensku.

  Askja, stofa 131

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  Dagana 13. og 14. mars

  Hugvísindaþing
  Þema: Ljós, í tilefni árs ljóssins
  Sjá nánar á http://hugvis.hi.is/hugvisindathing

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  26. mars - fimmtudagur - kl. 12-13
  Bókmenntir Rómönsku Ameríku

  Alejandro Riberi, lektor í spænsku við Háskólann í Hull í Bretlandi, heldur fyrirlestur um bókmenntir Rómönsku Ameríku. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Literature in the Rio de la Plata: Borges, Cortázar and being-in-the-world through the Fantastic“ og verður fluttur á ensku. Kynnir er Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku.

  Árnagarður, stofa 201

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  Aðrir viðburðir

  5. mars - Fimmtudagur - kl. 16:30-18

  Stefnumót tungumála / Date a Language

  Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Deild erlendra tungumála, Íslenska sem annað mál, Íslenskuþorpið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands efna í samstarfi við Café Lingua Borgarbókasafns Reykjavíkur til stefnumóts tungumála og tungumálanemenda („happy hour“). Allir velkomnir.

  Stúdentakjallarinn

  19. mars kl. 17-18
  Nordiskt Café Lingua

  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og danska, norska og sænska við Háskóla Íslands efna í samstarfi við Norræna húsið og Café Lingua Borgarbókasafns Reykjavíkur til Nordiskt Café Lingua.

  Norræna húsið

  ________________________________________________________________________ 

  Apríl

  Fyrirlestrar og málþing
  Ráðstefna í tilefni af útgáfu rits til heiðurs Pétri Knútssyni

  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi standa fyrir ráðstefnu í tilefni af útgáfu rits til heiðurs Pétri Knútssyni, dósent emeritus í enskum málvísindum við Háskóla Íslands.

  Nánar auglýst síðar.

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  Dagana 20. og 21. apríl 
  Ráðstefna um Spánverjavígin 1615
   

  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Háskólinn í Baskalandi, Kaliforníuháskólinn í Santa Barbara, Center for Basque Studies við Háskólann í Nevada og Baskavinafélagið á Íslandi standa fyrir ráðstefnu sem haldin er við Háskóla Íslands í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá Spánverjavígunum árið 1615. 

  Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  Fimmtudagur 30. apríl kl. 16-17
  Spænsk málvísindi og ný tækni í kennslu

  María Valentina Noblía, frá Háskólanum í Buenos Aires, heldur fyrirlestur um nýja tækni í kennslu og hagnýt málvísindi. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Las redes sociales: textos digitales, escritura e interacción social en los nuevos medios“ og verður fluttur á spænsku.

  Lögberg, stofa 101

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  Aðrir viðburðir


  Bókamessa Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

  Útgáfufagnaður og kynning á bókum sem gefnar hafa verið út nýverið á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur eða af starfsfólki hennar.

  Nánar auglýst síðar

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -   

  Ljósmyndasýning um Roma-fólkið

  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er meðlimur í evrópska fræðanetinu campUSCulturae sem stendur fyrir ljósmyndasýningu um Roma-fólkið. Sýningin samanstendur af 30 ljósmyndum af Roma-fólkinu í sögu og samtíð og hefur verið sett upp víðsvegar í Evrópu. Sýningin er haldin í samstarfi við Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og MARK – Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna við Háskóla Íslands.

  Háskólatorg 

  ________________________________________________________________________ 

  Maí

  Fyrirlestrar og málþing:

  Málþing um enskukennslu í framhaldsskólum

  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi standa fyrir málþingi um ensku í framhaldsskólum. Málþingið er haldið til heiðurs Hafdísi Ingvarsdóttur, prófessors emeritu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

  Nánar auglýst síðar.

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  Aðrir viðburðir:

   

  Föstudagur 15. maí kl. 17
  Hanami – Japönsk kiruberjablómahátíð

  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og japanskan í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda eru aðilar að O-hanami-hátíðinni sem haldin verður í kirsuberjatrjálundinum í Hljómskálagarðinum í tilefni af blómgun kirsuberjatrjánna.

  Hljómskálagarðurinn

  ________________________________________________________________________ 

  Júní

  Sunnudagurinn 28. júní

  Dagskrá í tilefni þess að liðin eru 35 ár frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta, sem fram fór þann 29. júní 1980.

  Nánar auglýst síðar.

  - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -  

  Kvikmyndasýningar

  Kínverskar kvikmyndir

  Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stendur fyrir kvikmyndasýningum og fyrirlestrum reglulega allt misserið. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu stofnunarinnar: www.konfusius.is/ 

  Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!


  Meira >