Íslenska English Dansk Svenska Deutsch Espanol Francais Japanese Chinese Concat us
Þú ert hér:

Nýjustu fréttir

Fleiri fréttir >
 • Fyrirlestrar á spænsku um samskiptahætti innan spænskra fyrirtækja ofl. fimmtudaginn 13. ágúst

  29. júlí 2015

  Fluttir verða tveir fyrirlestrar um spænskt þjóðlíf fimmtudaginn 13. ágúst kl. 15-17 í stofu 103 í Gimli.

  Kl. 15: Dr. Victoria Carillo, prófessor við Háskólann í Extremadura á Spáni, heldur fyrirlestur um samskiptahætti innan spænskra fyrirtækja.

  Kl. 16: Dr. Juan Luis Tato Jiménez, prófessor við Háskólann í Extremadura á Spáni, heldur fyrirlestur um samþættingu einkalífs og opinbers lífs frá spænsku sjónarhorni.

  Fyrirlestrarnir verða fluttir á spænsku.

  Meira >
 • Fyrirlestur um fagurfræði öreigabókmennta Norður- og Suður-Ameríku föstudaginn 28. ágúst

  29. júlí 2015

  Anna Björk Einarsdóttir, doktorsnemi við Kaliforníuháskóla í Davis, heldur hádegisfyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur föstudaginn 28. ágúst kl. 12-13.

  Fyrirlesturinn fjallar um öreigabókmenntir Norður og Suður-Ameríku með skírskotun til hinnar skandinavísku raunsæishefðar. Öreigabókmenntir voru skrifaðar um allan heim á fyrri hluta tuttugustu aldar, en hreyfingin náði hámarki á öðrum og þriðja áratug 20. aldar. Fjallað verður um megineinkenni öreigabókmennta í Argentínu, Perú, Ekvador og Bólivíu sem og í Bandaríkjunum og fagurfræði bókmenntastefnunnar greind. Sýnt verður fram á margbreytileika þeirra þjóðfélagshópa sem taldir voru til öreiga á hverjum stað en sérstök áhersla er lögð á að greina þann skilning sem lagður var í stéttarvitund öreigans og hvernig sú vitund mótar bókmenntaformið.
  Anna Björk leggur stund á doktorsnám í samanburðarbókmenntafræði við UC Davis. Rannsóknasvið hennar eru 20. aldar bókmenntir Norður og Suður Ameríku með sérstakri áherslu á bókmenntir 2. og 3. áratugarins, þróun raunsæisstefnunnar á 20. öld og tengsl öreigastefnunnar við framúrstefnuna.

  Nákvæm staðsetning auglýst síðar.

  Meira >
 • Hádegisfyrirlestur um frumbyggja Norður-Ameríku föstudaginn 21. ágúst

  28. júlí 2015

  Hartmut_LutzDr. Hartmut Lutz, prófessor emeritus frá Greifswald-háskóla í Þýskalandi, heldur hádegisfyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem ber yfirskriftina "‘They Talk, We Listen’ or ‘Theory coming through story’: Indigenous Knowlegdes and Western Academia" („’Þeir tala, við hlustum‘ eða ’Fræðin í frásögum’: þekking frumbyggja og akademísk orðræða“). Dr. Lutz færir rök fyrir nauðsyn þess að evrópskar hugmyndir um fræði og vísindi verði endurskoðaðar því meta þurfi að verðleikum hefðbundna þekkingu frumbyggja Norður-Ameríku.   

  Fyrirlesturinn fer fram föstudaginn 21. ágúst kl. 12-13 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir.

  Dr. Hartmut Lutz er prófessor emeritus í enskum bókmenntum við Greifswald-háskóla í Þýskalandi, þar sem hann gegndi stöðu forstöðumanns framhaldsnáms í enskum og amerískum fræðum. Sérsvið hans eru bókmenntir og réttindabarátta minnihlutahópa í Norður Ameríku en fyrst og fremst frumbyggja Kanada. Hann hefur gefið út fjölda bóka og annarra ritverka um þetta efni, en auk þess hélt hann úti tvímála bókaútgáfu, á ensku og þýsku, með útgáfu á ljóðum norður-amerískra indíána sem iðulega voru þar með gefin út í fyrsta sinn. Hann er virtur fræðimaður austan hafs sem vestan og hefur hlotið verðlaun fyrir margþætt framlag sitt til frumbyggjafræða í NorðurAmeríku. Dr. Lutz kemur til Íslands sem gistikennari í meistaranámi í Ameríkufræðum við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands.

  Meira >