Íslenska English Dansk Svenska Deutsch Espanol Francais Japanese Chinese Concat us
Þú ert hér:

Nýjustu fréttir

Fleiri fréttir >
 • Tungumálakennsla í hættu í Háskóla Íslands

  26. maí 2015

  TungumalNorskukennsla leggst af í Háskóla Íslands í haust ef fram fer sem horfir. Norðmenn hafa styrkt lektorsstöðuna en eru hættir. Finnska er ekki lengur kennd, sænska er á sömu leið.

  Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir þetta mikið áhyggjuefni, og segir nemendur áhugalausa um tungumál.

  Hér má hlusta á viðtal Lísu Pálsdóttur við Ástráð Eysteinsson á Rás 1.

  Meira >
 • Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu 2014

  21. maí 2015

  Milli_malaÚt er komið hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur nýjasta tölublað Milli mála – Tímarits um tungumál og menningu, í opnum aðgangi á https://ojs.hi.is/millimala
  Um er að ræða sjötta tölublað tímaritsins og er það merkt árinu 2014. Ritstjóri var Ásdís R. Magnúsdóttir.

  Greinar
  Auður Hauksdóttir: Um dönskukunnáttu Íslendinga á nítjándu öld
  François Heenen: Les usages stylistiques de l’imparfait
  Gísli Magnússon: Nærvær og filosofisk æstetik i Pascal Merciers roman Perlmanns Schweigen
  Annemette Hejlsted: Melodramatisk modernisme – en læsning af Dorrit Willumsens roman Marie. En roman om Madame Tussauds liv
  Irma Erlingsdóttir: Inscriptions du politique chez Hélène Cixous. Différence sexuelle, rêves et résistances

  Þýðingar
  Rebekka Þráinsdóttir: Um Alexander Púshkín og Sögur Belkíns
  Alexander Púshkín: Líkkistusmiðurinn
  Alexander Púshkín: Skotið
  Rúnar Helgi Vignisson: Um Nathaniel Hawthorne
  Nathaniel Hawthorne: Hinn ungi herra Brown

  Annað efni
  Natalia Demidova: Rússneskur kveðskapur á Íslandi
  Natalia Demidova: Drög að skrá yfir íslenskar þýðingar rússneskra ljóðverka

  Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Tímaritið kom fyrst út árið 2009, þá sem ársrit stofnunarinnar en var breytt árið 2012 í tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið er rafrænt og birtist árlega á Open Journal Systems vef Háskóla Íslands: https://ojs.hi.is/millimala og á vefsíðu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, timarit.is/.

  Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni.

  Ritstjórar Milli mála 2015 eru Ásdís R. Magnúsdóttir og Þórhallur Eyþórsson.

  Meira >
 • Glerlistaverk frá Japan-Iceland Association í tilefni af 25 ára afmælis félagsins

  21. maí 2015

  Glerlistaverk frá Japan-Iceland Association

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  Föstudaginn 15. maí 2015 færði Japan-Iceland Association Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að gjöf glerlistaverk í tilefni 25 ára afmælis félagsins. Ástráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, veitti listaverkinu viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar.

  Afhending listaverksins fór fram við viðhöfn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands að viðstöddum fulltrúum japansk-íslenska félagsins, japanska sendiráðsins og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

  Meira >