Íslenska English Dansk Svenska Deutsch Espanol Francais Japanese Chinese Concat us
Þú ert hér:

Nýjustu fréttir

Fleiri fréttir >
 • Evrópski tungumáladagurinn - Málþingið Tungumálakunnátta er allra hagur

  19. september 2014

  Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi. Áhersla verður lögð á gildi fornmálanna og almennrar tungumálakunnáttu í víðasta samhengi.

  Staður: Háskóli Íslands, Lögberg, stofa 101
  Stund: Föstudaginn 26. september nk. kl. 15-17:30.

  Dagskrá:

  • Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, setur málþingið.
  • Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál, flytur ávarp.
  • Kolbrún Elfa Sigurðardóttir, latínukennari við MR og HÍ: „Amo - amas – amat…“
  • Hjalti Snær Ægisson, stundakennari í almennri bókmenntafræði við HÍ: „Kvikuþró kveðskaparins: Um latínu og íslenska bókmenntasögu.“
  • Guðbjörg Þórisdóttir, meistaranemi í heimspeki við HÍ: „Ólgandi líf í eldfornum tungum.“
  • Viðar Pálsson, lektor í sagnfræði og réttarsögu við HÍ: „Latínumenn og íslenskar fornsögur.“
  • Kaffihlé.
  • Adda Guðrún Gylfadóttir, nemi af fornmálabraut í MR: „Hvers vegna fornmálabraut?“
  • Reynir Tómas Geirsson, prófessor og yfirlæknir: „Frá fornmálum til nútímans í læknisfræði.“
  • Atli Freyr Steinþórsson, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu: „Hier spricht Reykjavík: Hugleiðingar útvarpsmanns um tungumál og ljósvaka.“
  • Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona. „Fjöltyngi er fjölkynngi.“


  Í lok dagskrár verður boðið upp á léttar veitingar.

  Meira >
 • Evrópski tungumáladagurinn 26. september - TAKIÐ DAGINN FRÁ !

  16. september 2014

  European_Language_DayÍ tilefni evrópska tungumáladagsins stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík.

  Málþingið ber yfirskriftina "Tungumálakunnátta er allra hagur" og fer fram í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands föstudaginn 26. september kl. 15-17:30. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Tungumálakennarar og annað áhugafólk um tungumál og menningu eru hvattir til að mæta.

  Dagskráin verður auglýst síðar en meðal frummælenda verða Atli Freyr Steinþórsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, og Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona.

  Þeim tungumálakennurum sem vilja halda daginn hátíðlegan í sínum skólum er bent á að í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands í Nýja-Garði má nálgast kynningarefni frá ECML í Graz, svo sem lyklakippur, veggspjöld og límmiða sem upplagt er að dreifa meðal nemenda (sjá hér).

  Vinsamlegast hafið samband við Eyjólf Má Sigurðsson: ems@hi.is. vegna þessa. Á heimasíðu ECML er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar tengdar þessum degi, sjá hér.

  Að lokum býður Borgarbókasafnið í tungumálateiti laugardaginn 27. september í Gerðubergi kl. 15:00 - 16:00.

  Meira >
 • Sumarnámskeið móðurmálskennara dagana 12.-13. september

  11. september 2014

  ModurmalStofnun Vigdísar Finnbogadóttur vekur athygli á sumarnámskeiði móðurmálskennara sem fram fer dagana 12. og 13. september nk. í Hólabrekkuskóla. Námskeiðið ber yfirskriftina MÁLÖRVUN BARNA Í FJÖLBREYTTUM HÓP og fjallar um móðurmálskennslu barna á leikskóla- og grunnskólastigi.

  Að námskeiðinu standa samtökin Móðurmál, Pólski skólinn og Leikskólinn Holt.

  Sjá nánar um dagskrá og fyrirlesara.

  Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.

  Meira >