Sýningar í Veröld
Mál í mótun og Vigdísarstofa
Vigdísarstofnun
Alþjóðleg miðstöð tungumála
og menningar
IDIL 2022 – 2032
Alþjóðlegur áratugur frumbyggjatungumála
VIÐBURÐIR
Next 3 Upcoming Events

Upplýsingar um Viðburð
Tungumálakennurum er boðið til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladeginum undir yfirskriftinni "Tungumál sem auðlind". Viðburðurinn sem haldinn er í samstarfi Vigdísarstofnunar, STÍL - samtaka tungumálakennara og Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, verður
Upplýsingar um Viðburð
Tungumálakennurum er boðið til málþings í tilefni af Evrópska tungumáladeginum undir yfirskriftinni „Tungumál sem auðlind“.
Viðburðurinn sem haldinn er í samstarfi Vigdísarstofnunar, STÍL – samtaka tungumálakennara og Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, verður haldinn í Auðarsal, Veröld – húsi Vigdísar þann 26. september kl. 16:30-17:30 og léttar veitingar verða í boði að honum loknum. Mennta- og barnamálaráðuneytið styrkir viðburðinn.
Dagskrá:
Fríða B. Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur
Í erindi sínu „Veitum röddum vængi – íslenska tungumálaflóran“, mun Fríða segja frá helstu niðurstöðum doktorsannsóknar sinnar sem fjallar um fjöltyngi, samskipti og sjálfsmynd í leikskólastarfi. Þá ræðir hún einnig hvernig við getum tekist á við það í sameiningu að skapa rými fyrir fjölbreytta tungumálaflóru í menntun og samfélagi.
Hulda Skogland, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun
Hulda mun kynna helstu niðurstöður nýrrar Eurydice könnunar um stöðu og stefnu tungumálakennslu í Evrópu. Slíkar skýrslur eru gerðar reglulega en í þeirri nýjustu er m.a. skoðað hvort viðmið í kennslu erlendra tungumála séu að breytast; hvort raunveruleg þekking nemenda í álfunni í erlendum tungumálum sé að minnka; hvaða tungumál eru kennd í skyldunámi í Evrópu og breytingar sem hafa orðið í því sambandi. Leitað er svara við því hvers vegna nemendum sem læra tvö erlend tungumál í Evrópu sé að fækka ört og hvort sú þróun sé í boði enskunnar? Einnig er staða minnihlutatungumála í álfunni skoðuð.
Þórhildur Oddsdóttir: Aðjúnkt emerítus við dönskudeild Háskóla Íslands
Þórhildur Oddsdóttir mun ræða um námsefni í tungumálakennslu í tengslum við nýútkomna bók Sproglig og kulturel mangfoldighed i laeremidler til sprog undervisning i Norden.
Anna Pála Stefánsdóttir, spænskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð
Anna Pála fjallar um Tungumálanám og jákvæða sálfræði. Síðasta vor lauk Anna Pála diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Í erindinu segir Anna Pála frá lokaverkefni sínu, hugmyndabanka til að auðvelda tungumálakennurum að flétta saman jákvæða sálfræði við hefðbundið tungumálanám á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Kynnir: Sigrún Eiríksdóttir
Tími
(þriðjudagur) 16:30 - 17:30

Upplýsingar um Viðburð
Alþjóða þýðingadeginum verður fagnað þann með rafræna málþinginu "Unveiling the Many Faces of Humanity - Translation and Interpretation in Indigenous Languages" sem hefst kl. 16:30 þann 29. september . Þingið er
Upplýsingar um Viðburð
Alþjóða þýðingadeginum verður fagnað þann með rafræna málþinginu „Unveiling the Many Faces of Humanity – Translation and Interpretation in Indigenous Languages“ sem hefst kl. 16:30 þann 29. september .
Þingið er skipulagt er af samtökunum Translation Commons innan ramma Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála.
Hægt er að fylgjast með þinginu í gegnum beint streymi hér: https://www.youtube.com/watch?v=6vpc-xrp4nM
Tími
(Föstudagur) 16:30
06okt13:00Afhending Vigdísarverðlaunanna 202313:00 Viðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð
Vigdísarverðlaunin 2023 verða veitt í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands föstudaginn 6. október. Anne Carson, fornfræðingur og skáld, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2023. Verðlaunin verða afhent í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 6. október 2023
Upplýsingar um Viðburð
Vigdísarverðlaunin 2023 verða veitt í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands föstudaginn 6. október.
Anne Carson, fornfræðingur og skáld, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2023.
Verðlaunin verða afhent í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 6. október 2023 kl. 13 og mun Carson flytja erindi af því tilefni.
Dagskrá
13:00 — Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands býður gesti velkomna og flytur ávarp
13:10 — Afhending Vigdísarverðlaunanna 2023
13:25 — Verðlaunahafinn ávarpar samkomuna
13:30 — Kaffiveitingar
13:50 — Fyrirlestur Anne Carson: Hesitation
Vigdísarverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi, félagasamtökum, stofnunum eða öðrum sem brotið hafa blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningarheima og þýðingastarfs. Verðlaunin voru sett á laggirnar til að heiðra og vekja athygli á lofsverðu framlagi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, til menningar og tungumála. Að verðlaununum standa Háskóli Íslands, menningar- og viðskiptaráðuneytið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.
Athöfnin fer fram á ensku og er öllum opin.
Tími
(Föstudagur) 13:00
Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191 / 525 4281
Kt. 600169-2039
Hér erum við!
Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00