
Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem starfrækt er undir merkjum UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu Þjóðanna.
Í sýningunni er ljósi varpað á áhrif Vigdísar Finnbogadóttur jafnt á Íslandi sem og í alþjóðlegu samhengi og þau mál sem hún hefur beitt sér fyrir, bæði sem forseti Íslands og síðar sem velgjörðarsendiherra UNESCO.
Sýningin er til húsa í gömlu Loftskeytastöðinni við Suðurgötu. Hlekkur á vef Loftskeytastöðvarinnar.