Alþjóðleg aðgerðaáætlun IDIL 2022-2032

Image
""

Alþjóðleg aðgerðaáætlun IDIL 2022-2032

Alþjóðleg aðgerðaáætlun Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála hefur umsjón með mikilvægum innviðum, leggur drög að helstu aðgerðum og leiðbeinir um útfærslu, eftirlit og mat á aðgerðum aðila Sameinuðu þjóðanna, ríkisstjórnir, samtök frumbyggja, hið borgaralega samfélag, háskólasamfélagið og einkageirann svo unnt sé að ná meginmarkmiðum IDIL2022-2023. Alþjóðlega aðgerðaáætlunin setur jafnframt þær meginreglur sem stýra aðgerðum, bæði innan ramma Alþjóðlega áratugarins og utan hans, sem og útkomu, niðurstöðum og væntanlegum áhrifum aðgerðanna sem ráðist verður í. 

Áætlunin kallar eftir nálgun sem samræmist kröfum hennar og því að allir hagsmunaaðilar taki höndum saman til ná fram sem víðtækustum jákvæðum áhrifum og samfélagslegum breytingum hvað varðar frumbyggjatungumál og þau sem málin tala (hvort sem það er talað mál eða táknmál). Þetta er niðurstaða  víðtækrar samvinnu og sameiginlegrar umræðu allra aðila sem hlut eiga að máli. Alþjóðlega aðgerðaáætlunin setur stefnuna fyrir sameiginlegar aðgerðir og er hugsuð sem leiðbeinandi rammi fyrir alla hagsmunaaðila til að útbúa áætlanir sem samræmast skilgreindum forgangsatriðum og sérhæfingu, í því skyni að innleiða IDIL2022-2023. Áætlanirnar geta verið svæðisbundnar, landsbundnar, staðbundnar og/eða bundnar við ákveðnar stofnanir. 

Alþjóðlega aðgerðaáætlunin er byggð upp í kringum fjóra meginþætti, til viðbótar við tæknilega viðauka: 

Í inngangi eru upplýsingar um mikilvægi fjöltyngis og fjölbreytileika tungumála fyrir samfélagslega þróun og athygli vakin á viðkvæmri stöðu frumbyggjatungumála víðs vegar um heiminn. Jafnframt eru færð rök fyrir því að ráðast í tafarlausar aðgerðir í því skyni að varðveita og blása nýju lífi í frumbyggjatungumál og vekja athygli á þeim. Að lokum er samantekt á undirbúningsferli Alþjóðlegu aðgerðaáætlunarinnar.  

Annar kafli gerir grein fyrir þeirri breytingakenningu (e. Theory of Change) sem liggur að baki framtíðarsýnar Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála. Jafnframt eru þau áhrif sem vænst er til að áratugurinn hafi tilgreind ásamt aðferðafræði fyrir alla hagsmunaaðila með það að markmiði að leiðbeina þeim um skipulagningu, framkvæmd, mat og eftirlit á meðan  Alþjóðlegi áratugurinn stendur yfir. Í þessum hluta eru fyrirhugaðir atburðir kynntir sem og útkoma og niðurstöður þeirra og tengsl við aðra alþjóðlega þróunarramma dregin fram. 

Þriðji hlutinn fjallar um aðgerðarammann, samstarfskerfi hinna fjölmörgu hagsmunaaðila, tímaramma, megináfanga sem og stjórnunar- og samræmingaráætlun fyrir IDIL2022-2032. Þar er jafnframt fjallað um aðrar mikilvægar áætlanir sem eiga að styðja við framkvæmd Alþjóðlegu aðgerðaáætlunarinnar, nánar tiltekið Áætlun um virkjun upplýsinga (e. Resource Mobilization Strategy) og Aþjóðleg samskiptaáætlun (e. Global Communication Strategy). 

Í fjórða hluta er fjallað um eftirlit og mat og nokkrar aðferðir tilgreindar sem nota má til að meta reglulega þann árangur sem náðst hefur.  

Tæknilegir viðaukar innihalda lista yfir hugtök sem notuð eru, lykilskjöl, viðmiðunarramma, vegvísi Alþjóðlegu aðgerðaáætlunarinnar og útdrátt og yfirlit þar sem breytingakenningin er útskýrð.   

Alþjóðleg aðgerðaáætlun IDIL 2022-2032 á ensku