HVENÆR
6. október 2023
13:00 til 14:30
HVAR
Aðalbygging
Hátíðarsalur Háskóla Íslands
NÁNAR

Afhending Vigdísarverðlaunanna 2023

Image
Vigdís Finnbogadóttir

Vigdísarverðlaunin 2023 verða veitt í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands föstudaginn 6. október.

Anne Carson, fornfræðingur og skáld, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2023.

Verðlaunin verða afhent í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 6. október 2023 kl. 13 og mun Carson flytja erindi af því tilefni.

 

Dagskrá

13:00 — Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands býður gesti velkomna og flytur ávarp

13:10 — Afhending Vigdísarverðlaunanna 2023

13:25 — Verðlaunahafinn ávarpar samkomuna

13:30 — Kaffiveitingar

13:50 — Fyrirlestur Anne Carson: Hesitation

Vigdísarverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi, félagasamtökum, stofnunum eða öðrum sem brotið hafa blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningarheima og þýðingastarfs. Verðlaunin voru sett á laggirnar til að heiðra og vekja athygli á lofsverðu framlagi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands, til menningar og tungumála. Að verðlaununum standa Háskóli Íslands, menningar- og viðskiptaráðuneytið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.

Athöfnin fer fram á ensku og er öllum opin.