Alþjóðadagur Sama
Í dag, 6. febrúar, er Alþjóðadagur Sama haldinn hátíðlegur um allt Sápmi eða Samaland. Á síðasta ári stóð Vigdísarstofnun fyrir málþingi um menningarsköpun og framtíð tungumála út frá sjónarhorni Sama, en upptaka frá því er nú aðgengilegt á netinu hér.
Í málstofunni var rætt um starfshætti og áskoranir í menningarsköpun á samískum tungumálum, um „joik“ sem afnýlendutæki, alþjóðlegt kvikmyndanet frumbyggja og samískukennslu.
Viðburðurinn var skipulagður og haldinn í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina í tengslum við átakið „Små språk i Norden“.