Íslensk-japanska veforðabókin Ísjap
Fyrstu drög að íslensk-japanskri veforðabók hafa verið lögð, en sótt var um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna í því skyni. „Shohei Watanabe vann að verkefninu og umsjónarmenn þess voru Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Trausti Dagsson, verkefnisstjóri í upplýsingartækni við stofnunina, og Kristín Ingvarsdóttir, lektor í japönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands“ segir í frétt um verkefnið á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar kemur einnig fram að verkefnið sé „unnið í því skyni að styrkja menningartengsl og efla málskilning milli Íslands og Japans og felur einnig í sér mikla möguleika til þess að efla tengsl við önnur málsamfélög“.
Fréttina má lesa í heilu lagi á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.