Tungumál sem auðlind - málþing á Evrópska tungumáladeginum

Vigdísarstofnun, STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands taka árlega höndum saman og halda upp á Evrópska tungumáladaginn, með stuðningi menntamálaráðuneytisins.

Í ár var tungumálakennurum boðið til málþings í Veröld – hús Vigdísar undir yfirskriftinniTungumál sem auðlind

Á mælendaskrá voru Fríða B. Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju Menntamála, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur sem sagði hún frá helstu niðurstöðum doktorsannsóknar sinnar sem fjallar um fjöltyngi, samskipti og sjálfsmynd í leikskólastarfi. Hulda Skogland, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun kynnti niðurstöður nýrrar Eurydice könnunar um stöðu og stefnu tungumálakennslu í Evrópu. Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt emeritus í dönsku við Háskóla Íslands ræddi um námsefni í tungumálakennslu í tengslum við nýútkomna bók Sproglig og kulturel mangfoldighed i laeremidler til sprog undervisning i Norden. Anna Pála Stefánsdóttir, spænskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð fjallaði um Tungumálanám og jákvæða sálfræði og aðferðir til að flétta henni við hefðbundið tungumálanám. Kynnir var Sigrún Eiríksdóttir

Að málþingi loknu var kennurum boðið upp á spjall yfir léttum veitingum.