HVENÆR
19. janúar 2024
15:00 til 17:00
HVAR
Veröld - hús Vigdísar
Heimasvæði tungumála, 2. hæð
NÁNAR

 

 

Vinnustofa kennara: Jákvæð sálfræði í tungumálakennslu

Image

Vinnustofa kennara verður haldin föstudaginn 19. janúar kl 15:00, á Heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar. 

Anna Pála Stefánsdóttir fjallar á vinnustofunni um lokaverkefni sitt í diploma-námi í jákvæðri sálfræði, sem var að setja saman síðu með fjölbreyttum hugmyndum um einfaldar og raunhæfar leiðir fyrir kennara til að flétta jákvæða sálfræði inn í hefðbundna tungumálakennslu á skemmtilegan hátt. 

Þátttakendur í vinnustofunni verða sett í stutta "kennslustund" þar sem notuð verða verkefni af síðunni. Eftir það verður kynning á lokaverkefninu, jákvæða hugmyndabankanum og spurningum verður svarað. 

Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og engrar skráningar er krafist.

Vinnustofur kennara eru samstarfsverkefni Vigdísarstofnunar og STÍL - Samtaka tungumálakennara á Íslandi.

facebook