HVENÆR
27. október 2023
15:00 til 17:00
HVAR
Veröld - hús Vigdísar
Heimasvæði tungumála, 2. hæð
NÁNAR

 

 

Vinnustofa kennara: Notkun gervigreindar

Image

Vinnustofa kennara verður haldin föstudaginn 27. október kl 15:00, á Heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar. 

Enskukennararnir Guðný Laxdal og Geir Finnsson kynna gervigreind fyrir kennurum, hvernig nota megi hana í kennslu og við hverju má búast þegar nemendur nota hana. 

Áhersla verður lögð á að gefa kennurum tækifæri til að prófa að nota gervigreind undir handleiðslu. Mælt er með að þáttakendur mæti með tölvur.

Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og engrar skráningar er krafist.

Vinnustofur kennara eru samstarfsverkefni Vigdísarstofnunar og STÍL - Samtaka tungumálakennara á Íslandi.

facebook