Vinnustofa um þýðingar og bókmenntir

Image
Future of LanguagesFrá vinstri: Ann-Sofie Nielsen Gremaud, Johan Sandberg McGuinne, Sofiya Zahova og Hedina Tahirović-Sijerčić.

Vinnustofa með sérfræðingum í þýðingum bókmenntaverka sem samin eru á fámennis- og minnihlutatungumálum var haldin í Veröld – Húsi Vigdísar dagana 7.–8. júní 2023, sem hluti af dagskrá Vigdísarstofnunar í tilefni Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála 2022-2032 (IDIL 2022- 2032).

Sérstakir gestir á vinnustofunni voru Hedina Tahirović-Sijerčić, Róma-aðgerðarsinni, rithöfundur, þýðandi og málvísindamaður og Johan Sandberg McGuinne, forseti Bágo, rithöfundasamtaka Sama í Svíþjóð. Vinnustofunni var stýrt af Sofiyu Zahova, framkvæmdastjóra Vigdísarstofnunar en aðrir þátttakendur voru Ann-Sofie Nielsen Gremaud, stjórnarformaður Vigdísarstofnunar og Ásdís Rósa Magnúsdóttir, stjórnarformaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Fjögur helstu forgangssvið Vigdísarstofnunar í tengslum við IDIL 2022–2032 eru: málaumhverfi, tungumálasambýli og frumbyggjatungumál á Vestnorræna svæðinu, bókmenntaarfleifð Rómafólks, þýðingar og framlag til Heimkorts tungumála sem er alþjóðlegt verkefni á vegum UNESCO. Frá upphafi IDIL 2022–2032 hefur miðstöðin þjónað sem vettvangur samræðna og samstarfs þar sem fulltrúar frumbyggjasamfélaga, sérfræðingar, hagsmunaaðilar og stjórnmálaleiðtogar koma saman á hlutlausu svæði sem býr ekki yfir sögulegri arfleifð um tungumálakúgun eða ofsóknir í garð frumbyggja.

Með vinnstofunni var markað upphaf að umræðu um hlutverk og þátttöku í alþjóðlegri starfsemi, herferðum og aðgerðum sem Vigdísarstofnun og samstarfsaðilar hennar geta haft frumkvæði að til að bæta stöðu fámennis- og minnihlutatungumála á Vestnorræna svæðinu, samískra tungumála og Rómaní.