Fyrirlestraröð Vigdísarstofnunar haustið 2019

Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO, hefur tileinkað árið 2019 frumbyggjatungumálum. Af því tilefni hefst fyrirlestraröð haustmisseris hjá Vigdísarstofnun að þessu sinni með erindi Þórhalls Eyþórssonar, prófessors í málvísindum, um tungumál frumbyggja og þá  mælikvarða sem notaðir eru til að skilgreiningar á þeim og tungumálum í útrýmingarhættu.

Framundan er þéttriðin dagskrá fyrirlestra, málþinga og pallborðsumræðna þar sem fjallað verður um tungumál með fjölbreyttum hætti og í víðum skilningi. Allir viðburðirnir eru haldnir í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar og hefjast kl. 16:30 á þriðjudögum. Aðgangur er gjaldfrjáls og Vigdísarstofnun býður allt áhugafólk um málefni tengd tungumálum hjartanlega velkomið á viðburði haustsins.

Haust Cafe Lingua