Heimsókn til Japan

Fulltrúar frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum heimsóttu Japan 22. til 25. október.

Fulltrúar stofnunarinar og Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands héldu meðal annars erindi á málþingi um íslenska tungu og menningu í Waseda-háskóla í Tokyo. Þær Birna Arnbjörnsdóttir prófessor og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, Ásdís R. Magnúsdóttir prófessor og formaður stjórnar Vigdísarstofnunar og Kristín Ingvarsdóttir lektor í japönsku héldu allar erindi, en þingið var skipulagt í í samvinnu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sendiráðs Íslands í Japan og Waseda-háskóla. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hélt opnunarerindi á þinginu. Japanskir fræðimenn tóku einnig þátt í þinginu, auk japanskra íslenskunema, en íslenska hefur verið kennd við Waseda-háskóla um árabil.

Þá sóttu fulltrúar stofnunarinnar háskóla á svæðinu heim og kynntu ýmsa samstarfsmöguleika. Meðal annars nemenda- og fræðimannaskipti, tækifæri til styttri og lengri dvalar við Vigdísarstofnun og styrkmöguleika.