Tímamót verða í tungumálakennslu við Háskóla Íslands þegar kennsla í hindí hefst í fyrsta skipti í október 2019. Það er í gegnum samstarf Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, Indverska sendiráðsins á Íslandi og Endurmenntunar HÍ sem boðið verður upp á þrjú byrjendanámskeið í hindí auk námskeiðsins Indversk menning og samfélag.
HIN101G Hindí fyrir byrjendur I (22. okt. – 28. nóv. á þriðjud. og fimmtud. kl. 16:40 – 18:10)
HIN201G Indversk menning og samfélag (21. okt. – 27. nóv. á mán. og miðvikud. kl. 16:40 – 18:10)
HIN102G Hindí fyrir byrjendur II (14. jan. – 20. feb. á þriðjud. og fimmmtud. kl. 16:40 – 18:10)
HIN103G Hindí fyrir byrjendur III (3. mars – 16. apríl á þriðjud. og fimmtud. kl. 16:40 – 18:10)