í Fréttir, News, VIMIUC

Tímamót verða í tungumálakennslu við Háskóla Íslands þegar kennsla í hindí hefst í fyrsta skipti í október 2019. Það er í gegnum samstarf Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, Indverska sendiráðsins á Íslandi og Endurmenntunar HÍ sem boðið verður upp á þrjú byrjendanámskeið í hindí auk námskeiðsins Indversk menning og samfélag.

Námskeiðin eru kennd á ensku og öllum opin; nemendur Háskóla Íslands geta skráð sig á Uglu sér að kostnaðarlausu en öðrum áhugasömum er bent á Endurmenntun HÍ. Um er að ræða 5 eininga (ECTS) námskeið sem kennd eru í sex vikna lotum eins og hér segir:
Pranay Krishna Srivastava, prófessor við Háskólann í Allahabad kennir öll námskeiðin.
Nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ: ems@hi.is
Aðrar fréttir
X