Afmælisrit Auðar Hauksdóttur
Út er komið afmælisrit í tilefni sjötugsafmælis Auðar Hauksdóttur, fyrrum prófessors í dönsku og forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Auður á að baki einstaklega glæstan starfsferil við Háskóla Íslands og hefur á síðustu áratugum beitt sér af krafti í þágu tungumálanna og gegnt fjölmörgum trúnaðar- og stjórnunarstörfum, jafnt innan Háskólans sem utan. Það afrek Auðar sem stendur upp úr á ferli hennar er án efa bygging Veraldar – húss Vigdísar sem hún vann ötullega að í áraraðir, auk opnunar Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar sem starfrækt er í húsinu.
Gjafir og kveðjur bárust víða að á afmælishátíð sem haldin var Auði til heiðurs þann 12. júní s.l., þar sem rektor Háskóla Íslands tilkynnti að fyrirlestrarsalur Veraldar – húss Vigdísar hefði verið nefndur “Auðarsalur”, Auði Hauksdóttur til heiðurs.
Afmælisritinu er hægt að hlaða niður hér: