Ársskýrsla Vigdísarstofnunar 2022

Út er komin ársskýrsla Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar fyrir árið 2022 í rafrænni útgáfu.

Í skýrslunni er að finna nýja stefnu miðstöðvarinnar sem mótast næstu tíu árin af þátttöku hennar í Alþjóðlegum áratugi frumbyggjatungumála (IDIL 2022-2032). Innan miðstöðvarinnar var árin 2021-2022 unnið að mótun stefnunnar í samræmi við almennt hlutverk hennar samkvæmt samningi ríkisstjórnar Íslands og UNESCO og árið 2022 var íslensk upplýsingasíða um áratuginn sett upp innan stofnunarinnar.  Hefur miðstöðin skulbundið sig til að vinna að átakinu fyrir hönd Íslands og er einn af helstu norrænum þátttakendum þess. 

Auk þessa er í skýrslunni gefið ítarlegt yfirlit yfir rannsóknarverkefni, sýningar, viðburði, útgáfur og aðra starfsemi síðustu ára. 

Ársskýrslu Vigdísarstofnunar 2022 og fyrri ára má finna hér.